AĐ SITJA 39 VERTÍĐIR VIĐ SAMA KEIPINN.

 

Myndin vakti ţegar athygli mína, -ekki ađeins hin gömlu sjóklćđi, engu 

 img193                                  minna andlit gamla mannsins, sem mér fannst

draga ađ sér athygli mína.

Ţađ er eins og manngćđin og göfugmennskan skíni af 

ţví,  ţessu aldrađa sjómannsandliti.

  Ţannig byrjar grein í Blik eftir Ţorstein Ţ

Víglundsson um

Ögmund Ögmundsson Landakoti,  langafa

bloggara ţessarar síđu.   Ögmundur fćddist 1849

ađ  Reynisholti í Mýrdal.  Hann kom fyrst til                  img198

Vestmannaeyja á átjánda árinu.  Hann réđst ţá 

háseti á áttćringinn Gídeon og réri nćstu tvćr

vertíđir međ Árna Diđrikssyni bónda og skipstjóra

í Stakkagerđi. 

  Eftir ţessi tvö ár, gerđist Hannes Jónsson,

síđar hafnsögumađur formađur međ Gídeon.

Ţeir félagar réru 36 vertíđir saman á Gídeon, en

Ögmundur var ţar samfellt 39 vertíđir sem 

háseti.                                                                    Ögmundur Ögmundsson.

Flestar eđa allar vertíđirnar var Ögmundur í krúsinni (ţ.e. fremsti

mađur)  og átti hann ađ sjá um klýfinn og sjá um hann er siglt var.

    Allar vertíđirnar hvíldi (reri) hann viđ sama keipinn, andófskeipinn á

bakborđa.

Ögmundur lenti í útilegunni miklu áriđ 1869 er árarnar fuku upp úr

keipunum.  Veđur ţetta kom mjög snöggt og var ekki viđ neitt ráđiđ

fyrir veđurofsanum.

      img195                                                             Árarnar á Gídion voru ekkert

barnameđfćri. Ţćr voru 18 feta 

langar og eftir ţví gildar.

Ţegar falliđ var á,  tveir menn um

hverja ári og sátu ţví 4 menn á

hverri ţóftu.  Tvö möstur og seglin

lágu á milli rćđaranna.  Gídeon var róiđ til fiskjar í 72 vertíđir.   

Til

gamans má geta ţess hér,  ţegar Sigurjón fađir bloggara síđunnar bjó

ásamt Ţórunni móđur sinni í Landakoti ungur drengur og Ögmundur réri

á Gídeon, ţá hafđi gamli mađurinn ţann siđ, ađ fara út ađ kveldi og

kasta af sér vatni og lét ţađ gossa í hendur sínar, sem

hann nuddađi svo vel og lengi ţví taliđ var,  ađ ţađ mýkti og grćddi.

   S.s. Nivea krem ţess tíma!

 

        Áriđ 1868 fluttist til Eyja 31 árs gömul sćta, Vigdís Árnadóttir frá

Akurey í Landeyjum.   Vigdís gerđist vinnukona hjá Árna í Stakkagerđi

og var ţađ ţá,  sem Ögmundur fór ađ gera hosur sínar grćnar fyrir

henni.

Ţau hrifust hvort af öđru og felldu hugi saman.

Og innri loginn brann međ ţeim Vigdísi og Ögmundi bćđi í orđi og á

borđi, svo ađ húsmóđir ţeirra í Stakkagerđi ţótti nóg um.

              img196

Og ávextir logans helga létu ekki lengi á

sér standa hjá ţeim Vigdísi og Ögmundi,

 ţví ţeim fćddist

 einkar efnilegt meybarn, frítt og

föngulegt.

 Stúlkan litla var skírđ Ţóranna.

( Myndin sú arna er af Ţórunni 

Ögmundsdóttur ţá 85 ára ásamt sonar

dóttur sinni, Sigríđi Ţórönnu Sigurjónsdóttir. Myndin tekin á fermingar

degi Sigríđar áriđ 1958.  Sigríđur Ţóranna er móđir Karls Björnssonar

lćknis.)

    img197Ögmundur Ögmundsson og Vigdís byggđu sér lítinn bć, sem ţau  

  nefndu Landakot.  Veggir voru úr torfi og grjóti

eins og tíđast gerđist ţá í Eyjum.

Ţak var gert úr viđi lagt tjörupappa.  Risiđ var

hátt og sneri stafn međ glugga gegn suđri.

( Á ţessari mynd má sjá Sigurjón, Sjonna

bílstjóra son Ţórönnu ásamt konu sinni Önnu

Guđrúni og fyrsta barni ţeirra, Ögmundi Viktori

á stéttinni fyrir framan Landakot)

 

    Tveir kunnir Eyjamenn ólust upp hjá ţeim hjónum í Landakoti, ţeir

Ţorbjörn Arnbjörnsson, bróđursonur Ögmundar og Hannes Hansson,

sem lengi bjó ađ Hvoli hér í bć.

    

 Ţóranna Ögmundsdóttir amma mín giftist Sigurđi Jónssyni skipstjóra,

sem byggđi Fagurhól.  Hann fórst međ Ísak 2. febrúar 1914.

 Ţá áttu ţau hjón 4 börn í ómegđ.  Ţau eru:  Ögmundur útgerđarmađur,

Sigurjón bifreiđastjóri Vallargötu 18, Sigurrós sem lengst af bjó í Rvk.

og Guđrún, Blátindi hér í bć.  Eftir fráfall Sigurđar flutti Ţóranna  ađ

Landakoti til Ögmundar föđur síns međ börnin fjögur.

 

Örlögin eru ekkert til ađ spauga međ og til ađ enda ţessa litlu tiltekt

um hann Ögmund Ögmundsson langafa minn sem lengst af bjó í

Landakoti hérna í Vestmanneyjum, ţá höguđu örlögin ţví svo, ađ hann

 fór ekki í hafiđ, ţrátt fyrir langa ćfi á sjó, heldur varđ

hann fyrir vörubíl og lćrbrotnađi.  Út úr ţví fékk hann

lungna bólgu og lést 84 ára gamall.

     

     

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

          

   

                           


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einstaklega falleg fćrsla. Og hvort ég man eftir henni systur ţinni ţeirri yndislegu stúlku. Ég sat stundum hjá henni henni ţegar hún afgreiddi á bílastöđinni ţegar ég bjó á Vesturveginum. Hún var einstök bćđi falleg og góđ. Ţađ var mikil sorg hér heima ţegar hún lést ung kona. Blessuđ sé minning hennar.

Hallgerđur Pétursdóttir (IP-tala skráđ) 6.6.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: ţorvaldur Hermannsson

Sá hefur veriđ búinn ađ sitja viđ keipinn,hann hefur getađ sagt frá ýmsu eftir ađ hann tók pokann og fór í land.kv

ţorvaldur Hermannsson, 7.6.2009 kl. 00:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250130

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband