DRAUMURINN SEM ÞVÍ MIÐUR RÆTTIST.

 

 

draumurinn_020203

Sagt er,  að alla dreymi og það marga drauma sömu nóttina.

Er verið að færa okkur skilaboð með draumum?

Eru þeir að miðla til okkar skilaboðum,

eða ráðleggingar?

Svo lengi, 

 sem sögur fara af hafa menn reynt,

að ráða fram úr draumum.

Sumir eru svo berdreymnir,  að þeir segja fyrir að morgni um atburði

dagsins.

Lang flestir draumar gleymast,  en einstaka draumur virðast sterkari

en aðrir.

Sá sem þetta ritar er enginn sérfræðingur í draumum, eða hvað þeir

tákna,  en þar fyrir hafa draumar verið fyrirferða miklir á hverri

nóttu hjá mér, 

en misvel gengur að muna þá að morgni.

Einn draumur er mér ofarlega í sinni og hann upplifði ég undir morgunn

og mundi þess vegna vel,  þegar ég vaknaði.

Að auki þá var hann skýr og greinilegur og

sterkari en markir þeir draumar,

sem mig hafði dreymt áður.

 

Draumurinn:

Í byrjun árs 2008 fannst mér ég vera á gangi og gekk þá fram

á vasaúr,  sem ég tók auðvitað upp.

Þá þótti mér ég halda á vasaúri úr gulli er afi minn Þorkell Guðmundsson

gaf mér rétt áður en hann lést ári 1952.

Þegar ég skoða úrið nánar eru farnir af því báðir vísarnir og fannst

mér í draumnum það mjög miður.

Þegar ég vakna var mér draumurinn skýr og greinilegur og þegar

þannig er þykir mér það vera einhverskonar fyrirboði,

því áður hefur mig dreymt drauma, sem komið hafa fram!

Nú,  fljótlega þegar ég kom á fætur eftir að hafa dreymt umræddan

draum leit ég í drauma ráðningarbók.

Þar segir um úr:

Draumar þar sem úr og klukkur koma við sögu geta verið vísbending

um hversu langt menn eiga eftir ólifað.

Séu menn á einhvern hátt háðir klukkum eða tengdir þeim og tíminn

sé að renna frá mönnum getur það verið fyrirboði að menn eigi stutt

eftir.

Hið sama á við vanti vísa á klukku.

Þegar ég sagði konu minn frá draumnum brosti hún og sagði,

hafðu engar áhyggjur af þessu Keli minn.

Vinnufélögum mínum sagði ég fá draumnum og hafði í flimtingum,

að ekki tæki því fyrir mig að endur nýja árskort mitt í þreksalnum á

ný byrjuðu ári

þar sem ég væri dauðans matur samkvæmt draumnum.

 

pict2701

Anna Jónsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir ásamt Ólafi Helga syni sínum
og voru þau stödd í barna afmæli 22 mars 2008.
Nokkrum dögum
síðar var Anna látin.  Rúmum tveimur mánuðum eftir það, eða í byrjun júní
lést konan mín Elísabet Ólafsdóttir.

 


En það átti ekki fyrir mér að liggja að fara yfir móðuna miklu,

heldur voru það tvær aðrar manneskjur sem mér voru mjög tengdar.

Anna Jónsdóttir gift  frænda mínum Karli Björnssyni,

en ég  hefi ætíð litið á hann sem litla bróðir minn frekar en frænda, þar

sem 

hann er uppalinn hjá foreldrum mínum frá tveggja ára aldri.

Sem sagt Anna deyr snögglega rúmlega tveimur mánuðum eftir

umræddan draum minn.

 Elísabet Ólafsdóttir konan mín lést þann 2. júní 2008,

eða rúmlega 4 mánuðum eftir þennan draum um vasagullúrið,

sem á vantaði á  vísanna tvo.

Þegar mig dreymdi umræddan draum, sem betur hefði ekki ræst á

þennan hryggilega hátt

var ekkert sem benti til, að þessa tvær konur væru feigar.

ÉG er þess fullviss, að draumar geta verið

fyrirboðar ókominna atburða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Keli,Ég trúi þessu,því ég hef dreymt fyrir hlutum sjálfur,samanber þegar víraklippur tíndust á netaverkstæði sem ég vann hjá,mörgum mánuðum seinna þegar allir voru búnir að gleyma þessum klippum þá dreymir mig að klippurnar séu undir ákveðnum netahaug á verkstæðinu,það fyrsta sem ég geri um morguninn er að rótast í haugnum þá voru þær þar.Þeir sem ég vann með geta vitnað um þetta,þeim fannst þetta merkilegt. Ég fer vestur í veiði á morgun

þorvaldur hermannsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 02:25

2 identicon

Blessaður Keli

magnaður draumur ég minntist Betu við kaffiborðið 2.júní sl. 

Ég minnist hennar oft þegar ýmis atriði koma upp sem við unnum saman og segi þá gjarnan ekki myndi Beta samþykkja þetta svona

Kveðja Dollý

Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250130

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband