26.7.2009 | 19:51
Í RIGNINGUNNI Í HENNI REYKJAVÍK.
Þegar við kveðjum þennan heim tökum við enga
efnislega hluti með okkur.
Við höldum ekki á einni krónu í köldum höndum.
Það eina sem við getum tekið með okkur er það sem við höfum miðlað
öðrum.
Ef við höfum verið hjálpfús kann það að fylgja okkur,
ef við höfum verið gjafmild á tíma okkar og fémuni kann það að
teljast okkur til gildis síðar.
Þegar ég var á göngu minni í rigningunni hérna í
fáfarinni götu í henni Reykjavík í dag gerðist það,
að ég hitti á fyrr um vin minn og "félaga" til margra ára úr heimabyggð.
Leiðir okkar skildu fyrir 45 árum og "félaginn" hætti að heilsa
mér þrátt fyrir að við hittumst oft á förnum vegi heima.
Einhver segði það hreina tilviljun að við fyrrum "félagarnir" hittumst
einmitt núna og tókum tal saman.
Reyndar hafði ég fyrir nokkru síðan vottað honum samúð mína,
vegna fráfalls náins ættingja hans.
Þegar við fórum að ræða saman og hann fór að segja mér frá
mikilli sorg og erfiðleikum,
sem hann og fjölskylda hans hafa gengið í gegn um á stuttum tíma
kom þar einmitt að orðræðu okkar,
hversu fánýtt er veraldar prjál,
þegar heilsan er farin og dauðinn tekur sinn toll.
Fyrir mér varð þessi óvænti fundur okkar fyrrum "félaga" ekki nein
tilviljun,
það er ég viss um.
Þarna stóð ég og "félaginn" í rigningunni og fékk hann þarna óvænt
tækifæri til,
að létta af sér erfiðleikum sínum,
með því að segja mér frá sínum vandamálum og fjölskyldu sinnar,
og ég fékk þarna innsýn í mikla sorgarsögu,
sem sýndi mér fram á hverfulleika heimsins.
Því segi ég það,
við eigum að nota hvert tækifæri sem gefast til að sinna
ættingjum og vinum og gera meira í því,
að vera til staðar fyrir þá og auðvitað,
sjálfan sig einnig,
því á morgunn getur það verið orðið
of seint.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll gamli venn. Það er fallegt sem þú skrifar og satt. Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 26.7.2009 kl. 21:50
Sæll Keli minn.Falleg orð og þörf.Kveðja til þín.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 00:03
Þakka ykkur komuna. Kær kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 27.7.2009 kl. 13:27
Sæll Keli
Falleg og góð lesning
Kv. Dollý
Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.