AÐ EIGA SÉR DRAUM.

 


Þar sem ég sit nú hérna við tölvu sonar míns í íbúð sem er

steinsnar frá inngangi að KR-vellinum verður mér hugsað til leiksins,

sem háður var í gær síðdegis.

Ekki er ætlunin að fjölyrða neitt honum viðvíkjandi,  nema að ég eins

og allir þeir fjölmörgu stuðningsmenn og konur,  sem mættu

á völlinn vorum auðvitað langt í frá sátt við úrslit leiksins þrátt

fyrir að liðið okkar,  ÍBV var að sýna fanta góðan leik.

Ég tek heils hugar undir með vini mínum Heimir þjálfara,  þegar hann

sagði eftir leikinn.  "Við þyrftum engan að hræðast léki ÍBV liðið eins og

það gerði á KR vellinum".

Stemmingin hjá stuðningsmönnum á þessum leik svo og tilþrif

Stalla Hú var það sem fékk mig til að hugsa tíu fimmtán ár aftur í

tímann,  þegar líf og fjör var fyrir hvern einasta leik,  sem ÍBV

háði hérna á fasta landinu.

Mín von er,  að stuðningsfólk ÍBV á fasta landinu láti ekki deigan síga,

þrátt fyrir,  að allt fór ekki sem skyldi á leiknum í gær.

 

Næsti leikur er heima í Eyjum á laugardag og þar verður bloggari

mættur til hvatningar liðinu sínu,  ÍBV.

Takmarkið er að vera meðal bestu liða á Íslandi í ár og

Íslandsmeistarar eftir tvö þrjú ár.

Það má svo sem fylgja hér með,  að mér vitnaðist í draumi,

 

að ÍBV muni sigra Val.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir vinna Val Keli minn.Ég hef líklega verið sú eina sem var sátt við öll þau úrslit sem í boði voru í gærkvöldi.Pumpan sló bara ekki eitt einasta feilpúst í 90 mínútur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Kveðja af Ströndum.

þorvaldur Hermannsson, 28.8.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband