ÓHRÆSIÐ.

 

 

img040

 

Steingrímur J. segir ábyrgðarlaust að borga ekki af ört hækkandi lánum

landsmanna og viðskiptaráðherra og forsætisráðherra taka í sama

streng.

Hvað álítur vinstri stjórnin,  ríkisstjórn hins vinnandi manns,

að við séum?

Dráttar klárar sem hægt er að píska áfram fram í rauðan dauðann?

Nei,  nú er nóg komið.

Fólk fær hvergi skjól eða hjálp undan drápsklyfjum lána,

sem sífellt hækka og tútna út eins og púkinn á fjósbitanum forðum

daga.

Oftar en ekki kemur mér kvæði Jónasar Hallgrímssonar,

ÓHRÆSIÐ í hug, 

þegar fólkið sem komið er í þrot með lánin sín og hvorki bankar né

ríkisstjórnin "okkar" hreyfa hvorki legg né lið því til hjálpar.

EN í kvæði Jónasar segir frá rjúpunni,

sem flúði undan fálkanum og í skjólið,

sem hún hélt hún fengi í fangi konunnar í dalnum.

"En gæðakonan góða (ríkisstj.)

grípur fegin við

dýrið dauðamóða-

dregur háls úr lið;

plokkar, pils upp brýtur,

pott á hlóðir setur,

segir happ þeim hlýtur

og horaða rjúpu étur.

 


mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Lítil magnin hefur verið þræll auðvaldsins síðan land bygðist,hann borgar alltaf fyrir rest.kv

þorvaldur Hermannsson, 1.9.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband