10.9.2009 | 21:38
SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
Á ferð minni í höfuðstaðnum fyrir nokkru síðan lá leið mín
á Listasafn Íslands, en þar er sýning sem allir ættu,
ef þeir hafa tækifæri á að skoða.
Í skýringarskrá segir:
Hvað vitum við um myndlist í þjóðareign og hvaða gildi hefur hún fyrir
okkur?
Lungann úr öldinni sem leið var staða íslenskrar myndlistar óljós og
bakland hennar heldur veikt.
Minnisleysi fólks þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir og
listaverkaeign þeirra lenti milli stafs og hurðar sem hrein afgangsstærð
sem enginn mundi eftir fyrr en sala bankanna var um garð gengin.
Nú fáeinum áru árum síðar beinir L. Í. kastljósinu aftur að þessum
nær ósýnilegu gersemum sem gleymdust í einkavæðingarfárinu
og nú talað um sem ómetanleg þjóðareign.
Þrír bankar lána safninu fjölda verka úr fórum sínum.
Þar er að finna margar ómetanlegar gersemar eftir flesta listamenn
þjóðarinnar á öldinni sem leið.
Þetta er verk Kjarvals "Hvítasunnudagur" sem varð frægt
í fréttum, þegar það var keypt til landsins fyrir nær 30 milljónir kr.
á málverkauppboði í Kaupmannahöfn í byrjun árs 2007.
Talað var um verkið, sem
"Kúbískur Kjarval sleginn á metfé í Kaupmannahöfn.
Myndin sú arna heitir "Kaplagjóta"og er eftir
Júlíönnu Sveinsdóttir myndlistakonu, sem fædd er í Vestmannaeyjum.
Eins og margir sjálfsagt vita, sem komnir eru á miðjan aldur
var Júlíanna systir Ársæls Sveinssonar, sem rak útgerð
um miðja síðustu öld og var einnig lengi í bæjarstjórn hér í Eyjum.
Þessi mynd er eftir Finn Jónsson
og ber það nafn, sem kannski gæti verið mottó fyrir
ný lokinni græðgi og einkavæðingarfári,
"baráttan um gullið".
"Composition"
eftir Baldvin Björnsson gullsmið, sem lengi átti heima í Eyjum
og var faðir Björns Th. Björnssonar listfr. og rithöfundar.
Að lokum kemur svo hérna verk eftir núlifandi listamann,
Helga Þorgils Friðjónsson sem heitir
"heilög fjölskylda"
og mættu stjórnvöld kannski hafa það í huga nú um stundir.
Þessar fimm myndir eru olíumálverk ásamt tugum annarra verka á
þessari einstæðu sýningu í Listasafni Íslands, sem stendur til
18. október og er hún
sjón sögu ríkari.
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt vil ég benda Vestmannaeyingum
á málverka-útsýnisgluggann í forstofu bókasafnsins hérna í Eyjum,
en nú eru myndverk eftir Kristinn Ástgeirsson í "kassanum,"
en þar er einnig
sjón sögu ríkari.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.