GLERHYLKIÐ OG FIÐRILDIÐ.

 

197233_63_preview

 


Hann hafði allt sem hann gat óskað sér.

Hann var þekktur ritstjóri,  var vel efnaður og átti góða fjölskyldu.

Hann var oftast miðpunkturinn í samkvæmislífinu

og naut þess sem lífið hafði upp á bjóða.

Í desember 1995 breyttist líf hans á einu andartaki.

Hann hné niður og vaknaði mörgum vikum síðar,

algjörlega lamaður.

Hann var ófær um að tjá sig og eini hluti líkamans,

sem hann gat hreyft,  var vinstra augnalokið.


Skynjun hans var þó óbrengluð og hugurinn skýr.

Í stað þess að gefast upp ákvað hann að vinna að bók.


Stafaruna var lesin fyrir hann og þegar kom að þeim staf,

sem hann ætlaði að nota í orð eða setningar,

deplaði hann auganu.


Vinnsla bókarinnar var gífurlegt þolinmæðisverk og tók marga mánuði.

Í bókinni lýsir hann tilfinningum sínum,

veröld hins lamaða manns,  veru á sjúkrastofnun og því dýmætasta

sem hann á í algjörri einangrun sinni - minningunum.

 

Fjórum dögum eftir að bókin kom út lést þessi hugdjarfi

baráttumaður.

 

Með því að lesa þessa stórkostlegu bók greinir maður birtu þá sem

býr í huga kjarkmennis.

Læstur inni í eigin veröld ferðast höfundurinn um heim minninga,

ævintýra og ásta.

Að lokum gefur hann lesendum ólýsanlega gjöf -

vitnisburð um fegurð mannsandans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband