LJÓSIÐ Í MYRKRINU.

 

1769


 

Nú á tímum eru flestir hlutir  sem einkennilegir, dularfullir og

yfirskilvitlegir þykja og ekki verða skýrðir með hjálp viðurkenndra

þekkingar-staðreynda,  taldir til hjátrúar og hindurvitna.

Þeir sem taka mark á kynlegum hlutum eru á mörkum þess,

að teljast heilbrigðir.

Þegar svo ber við,  að einhver verður fyrir einhverskonar

"reynslu",  sem framandi er og óútskýranleg skilningsþroska

hins venjulega manns,

þá fer sama fólk venjulega dult með reynslu sína,  því að það kærir

sig eðlilega ekki um að verða að atlægi fjöldans og þeirra,

sem eru svo fróðir,  að þeir geta fullyrt,

hvað er náttúrulegt og hvað yfirnáttúrulegt,  eða hvað er raunveruleiki

og hvað er heimska og hugarburður.

 

Þrátt fyrir að bloggari byrji hér með hugleiðingu og kannski örlítilli vörn

fyrir þeirri reynslu sem hann greinir hér frá,

tek ég því eins og maður,

hvað fólk álítur.

 

Fyrir nokkrum árum,  þegar hér í Eyjum var loðnuvertíð í fullum

gangi og konan mín vann á vöktum við pökkun á loðnu. 

 Þessa umrædda nótt,  sem ég segi hér frá fór konan til vinnu

nokkru fyrir klukkan fjögur og úti var svarta myrkur.

 

Fljótlega eftir að konan var farin sofnaði ég.

Um það bil klukkustund síðar rumska ég augnablik og finnst eins og

ljósi hafi brugðið fyrir í svefnherberginu,

og allt í einu vakna ég til fullrar meðvitundar og

  í svefnherberginu er orðið albjart.

Ég ligg á hliðinni og horfi þrumu lostinn á loft ljósið í svefnherberginu

speglast í glerinu á mynd sem ég horfi á frá hjónarúminu.

Þetta varði í nokkrar sekúndur, en nógu lengi til þess að ég var

glans-vaknaður og varð fyrsta hugsun mín sú,  að konan væri nú komin

heim. 

 Einnig fór í gegn um hugann að þetta væru bílljós, eða ljósagangur

úti við,

en fyrir svefn herbergis glugganum voru þykk glugga- tjöld þannig,

að það gat ekki staðist.

Framúr fór ég til að athuga hvort konan væri komin heim úr vinnu,

en ekki var það,  enginn í íbúðinni nema ég.

Þegar ég gerði mér það ljóst,  að hérna hafði gerst eitthvað

óútskýranlegt,

varð ekki laust við að ég væri gripinn nokkrum ugg.

 

Enn í dag er þetta atvik óupplýst fyrir mér.  En þar sem ég

hafði oft í bænum mínum til margra ára, 

ákallað "æðri mátt" mér til hjálpar og fulltingis,

þegar ég í hugarangri mínum lá andlega og líkamlega lemstraður eftir

glímuna við Bakkus og hugsun mín sú,

að ef Guð myndi birtast mér á einhvern hátt , 

þá yrð breyting á mínu lífi til hins betra.

 

Ég leyfi mér allavega að túlka þessa reynslu nóttina góðu

 þannig,

að Guð hafi séð aumur á mér

og látið vita af sér á þennan hátt.

 

Í bókinni "Lífsviðhorf Bills" segir hann frá atviki sem segir frá því,

þegar hann lá í sjúkrastofu og hugarangur hans varð óbærilegt og

honum fannst hann vera sokkinn til botns í glímunni við Bakkus.

 

 

Ég vissi ekki fyrr en ég var farinn að hrópa:

Ef Guð er til þá sanni hann sig.

Ég er reiðubúinn til að gera hvað sem er!

Skyndilega birti og stofan var böðuð hvítu skæru ljósi.

Mér fannst ég staddur á fjalli og um mig andblær sem ekki var af

þessum heimi.

Mér fannst allt í einu ég vera frjáls maður.

Smám saman hvarf sýnin.

Ég lá í rúminu en góða stund var ég í öðrum heimi,

nýjum vitundarheimi.

Ég var fullur vellíðunar og fann enn návist Hans og hugsaði með mér:

"Svo þetta er þá Guð prédikaranna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þökk fyrir að deila reynslu þinni
með þeim förumönnum er flakka um bloggheima.
Þú ræðir þar um fyrirbrigði sem svo margir hafa
reynt með einum hætti eða öðrum.

Tilvistin er ofviða líkindafræðinni!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:45

2 identicon

Sæll Kéli gaman að þú sért kominn aftur í spjallið er búinn að sakna þín góð grein um Óla læknir góður kall kveðja af Búhamrinum

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 250253

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband