FLEIRA ER AFLAÐ EN FISKJAR.

 


Í bók Haraldar Guðnasonar fyrrum bókavarðar hér í Eyjum,

"Öruggt var áralag" er fróðlegur og um leið skemmtilegur þáttur um

Sigurð Ingimundarson frá Sjaldbreið.

Sigurður var lengst af formaður þann langa tíma sem hann réri til sjós

og var ávallt mjög aflasæll,  enda harðduglegur og fylginn sér.

En fleira var aflað en fiskjar og segir nú Sigurður okkur frá þeim þætti

úr lífi sínu:

 

Það þótti eigi tiltökumál,  þótt sjómenn fengju sér hressingu nokkra

þá er hlé varð á slarksömum sjóferðum.

Laust eftir aldamótin 1900 var hætt að selja vín í

verslun Bryde í Eyjum.

Þess var krafist af frammámönnum hérna,  að vínsölu yrði hætt.


Verslunarskipin sem komu við hér í Eyjum á leið sinni til Reykjavíkur

frá útlöndum urðu stundum eins of fljótandi vínbúðir.

Sigurði formanni í Skjaldbreið þótti gott að fá sér í staupinu öðru hvoru,

þótt ekki væri hann óhófsmaður.

Eitt sinn kom skip að utan og lagðist á ytri höfnina og fór þá Sigurður á

bát sínum og leggur að skipshlið,

gengur um borð og á nokkur kaup við skipsmenn.

Voru það tíu flöskur í poka og kostaði hver flaska eina krónu,

en þetta var prima-vara.


Tveir lögregluþjónar voru útverðir réttvísinnar í Eyjum.

Eitt sinn höfðu þeir fundið tvo væna kúta fulla af víni í kjallara Sigurðar

og höfðu á brott með sér.

Saknaði Sigurður kúta sinna og hét því,  að réttvísinnar þjónar skyldu

ekki hafa erindi sem erfiði í næsta skiptið.

 

Nú er þar til að taka,  að Sigurður kemur að landi úr kaunskipinu.

Er þá ekki aldeilis tómhentur,  karlinn.

Gengur hann upp bryggjuna með poka sinn og skimar út undan sér,

eins og honum væri ekki um það gefið,  að sumir yrðu ferða hans varir.

En þá kemur lögreglan í opna skjöldu og tjáir honum að hún taki í sína

vörslu  í laganna nafni poka þann,

er hann sé með á bakinu,  en síðar svari hann fyrir sínar gerðir hjá

réttum aðilum.

 

Sigurður brá við hart,  lætur sem sér líki stórilla,  að varningur hans

er upptækur gerður.

En þá er lögregluþjónarnir voru horfnir með feng sinn,  heldur Sigurður

sem skjótast til báts síns og sækir annan poka,  fer með hann án

nokkurra hindrana.

 

Bragð það sem Sigurður lék við verði laganna var það,

að hann hellti sjó á tíu flöskur með vínmiðum og bjó um sem vandlegast.

Pokann með þessum tíu flöskum fór hann með upp úr bátnum

hið fyrra sinn.

Ef að líkum léti mundi hann staðinn að verki og gripinn glóðvolgur,

sem og varð.


Allt fór samkvæmt áætlun,  pokinn með bannfærðum vökvanum

tekinn og farið á brott með hann og fyrirkomið á öruggari geymslustað

en kútunum forðum.


show_imageCAVM1EAR

Sigurður Ingimundarson,  Sjaldbreið.

 

 

 


 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband