AÐ TEFLA Á TÆPASTA VAÐ ?

 


Áður fyrr hér í Eyjum, 

þegar þeir sem hérna bjuggu urðu að hafa öll spjót úti til öflunar

viðurværis var eitt úrræðið,  að fara í fýlaferðir,

en flugfýllinn, (ungur fýll) þótti mikið búsílag, bæði kjötið og feitin í

bræðing. 

Aldrei var fiður haft í sængurfötum á þrifnaðarheimilum því svo sterk

var lyktin af því.

Að mestu fór fýlatekjan fram með sigi í björg og þóttu fýlaferðir mikil

tímamót,  þegar kom að þeim í byrjun september.

Fólk hér í Eyjum taldi þær svo mikilvægar,  að jafnvel afmælisdagar og

dánardægur voru miðuð við það.

Um tíma, eða um það bil á seinni hluta nítjándu aldar kom upp svo

kölluð "fýlaveiki" og voru þá fýlaveiðar bannaðar.

"Fýlaveiki" eða páfagaukaveiki,  sem komst í fuglinn var talin hafa

borist frá Suður-Ameríku frá skipum með páfagauka innanborðs.

 

Nú er þessi bjargræðisvegur Eyjamanna með öllu úr sögunni.
Að mestu stuðst við sagnir S.M.J.

 

Þegar bloggari var peyi í sveit fyrir rúmlega hálfri öld síðan hjá honum

Magnúsi Þórðarsyni,   Neðradal Mýrdal  var það árviss viðburður,

að farið var í tvær,  þrjár ferðir í "Gilið" að ná í flugfýl.


img224
Neðridalur.


Áður fyrr var sigið eftir fýlsunganum í Mýrdalnum eins og í Eyjum,

en var löngu aflagt,  þegar ég var í sveitinni.

Að fara inn í gil var langur og strangur gangur en eftir því miðju rennur

Hafursá,  sem er jökulá og á upptök sín í Mýrdalsjökli.


img225
Bloggari og Óli Tótu ný komnir úr fýlaferð
innan úr Hafurságili.


Flugfýllinn sem við tókum kom frá bergveggjum Gilsins og oft var það

freisting hin mesta,  að vaða "ánna" og ná til þeirra,   sem hinum

megin settust.


img228
Þorsteinn bóndi Eystra-Skagnesi veður hér Hafursá,
en á þessu svæði er áin aðeins í skóvarpi.

Hafursáin er  víða illfær yfir að fara vegna dýptar straumþunga

og kulda,  en samt fór maður yfir á hinn bakkann eftir nokkrum "lákum"

og hætti við það lífi sínu.

Einhverju sinni,  stuttu eftir að bloggari var ekki lengur vinnumaður

í Neðradal kom ég þangað í heimsókn,  en þá var  góður "peyi"

orðinn vinnumaður (sendill?) þar.


show_imageCABGATH5  

Fórum við félagarnir inneftir Gilinu og náðum slatta af flugfýl.

En bloggari síðunnar varð að sýna peyjanum úr Eyjum hversu

kaldur karl hann væri og óð út í ána með hrífuskaft að vopni.

Þegar út í miðja ánna var komið náði vatnið mér í mitti og

straumþunginn gífurlegur,

  svo mikill að hrífuskaftið hrökk í sundur og allt á bólakaf, ég og þrír

"lákar" féllu þarna í ánna.

Tóta greyinu varð svo mikið um,  þegar hann sá mig falla í ánna og

hverfa við næstu bugðu hennar,

að hann féll algjörlega saman og taldi það víst,

að ég væri týndur og tröllum gefinn.

En betur fór en á horfðist því ég  krafsaði mig í land og birtist vini

mínum honum Þórarni  í heilu lagi sigri hrósandi,

  en rennandi blautur og kaldur.

 


img226
Sjonni bílstjóri í fýla- ferð inni í Hafurságili.


img227
Eftir vel heppnaða ferð eftir fýl inn í Hafurságil.
Frá vinstri Viktor Sigurjónsson,  Guðjón Sæmundsson bóndi Stóra-Dal
og svo Þorsteinn bóndi Jónsson Eystra-Skagnesi,  Mýrdal. 

 

 

 

 

 

 

 



 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Þetta er flott færsla,líklega sú besta,kv

þorvaldur Hermannsson, 12.11.2009 kl. 22:43

2 identicon

Flott Keli gaman að þessu hjá þér

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 21:57

3 identicon

maður fær bara vatn í munninn. ég var alinn upp við saltaðan fýl í girðingunni hér í den.

Stefán Geir Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 00:19

4 identicon

  Fróðlegt og skemmtilegt bloggið þitt, vinur. Óla Tótu hugsa ég til, þegar ég heyri talað um réttlæti og heiðarleika. Á hvaða bæ var hann í Mýrdalnum ?

  Ég átti mynd af okkur Óla sem tekin var á hestamannamóti við Pétursey, hann í matrósarfötum og ég í stuttbuxum, tilheyrandi sökkaböndum og hvítri peysu.

  Myndin hvarf í gosinu.

Óskar á Frá (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 18:11

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sælir drengir. Satt best að segja var ég aldrei mjög hrifinn af að éta fýl og ennþá verra þótti mér að drepa hann.  Fannst hann svo varnarlaus,  þegar hann var sestur og gat enga björg sér veitt.  Óli Tótu var í tvö sumur á undan mér í Neðridal Mýrdal hjá honum Magnúsi Þórðarsyni.  Magnús bóndi var bróðir Sigga Þórðar á Boðaslóðinni,  faðir Vægja og Sigurgeirs sem lengst var ´hjá Símanum og dóttir átti hann,  Sigurbjörgu.  Ásbjörn Þórðarson var einnig bróðir þeirra,  en hann var  netamaður sem bjó lengi á Brekastígnum.  Þórarinn einhenti kennari var bróðursonu Magnúsar og þeirra bræðra. Vegna tengsla við Eyjar,  þá voru oftar en ekki  peyjar héðan í sveit yfir sumrin í Neðridal, þannig var nú það.  Kveðja til ykkar allra.

Þorkell Sigurjónsson, 18.11.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband