ÞEGAR GÖLLI VALDASON STAL SENUNNI !

 


img138


Frásögnin sú arna er úr bókinni "Skáldað í skörðin"

eftir hann Ása í Bæ.


Eitt skemmtilegasta leikævintýri sem ég hef lent í,

var þegar Gölli stal senunni án þess að vera í leikritinu.

Þetta var á stríðsárunum og vorum við Valli frændi beðnir um,

að redda skemmtiþætti á sjómannaballi. 


img246


Ramminn var sá,  að tveir sjómenn sátu á þjóri og ræddu málin,

tóku lagið,  síðan skyldi sá eldri deyja af drykkjunni og sá yngri aka

honum út í hjólbörum.

Við sminkuðum okkur óþekkjanlega settumst í stellingar og síðan var

tjaldið dregið frá.

Þetta var í Samkomuhúsinu og þéttsetinn bekkurinn.

Á borðinu hjá okkur stóð brennivínsflaska,

og ef satt skal segja var í henni dágóð blanda af viskí.


Ekki höfðu
 við lengi röflað þegar hurð opnaðist og inn á sviðið stígur

óboðinn gestur,  Gölli Valdason.

Hann gengur rakleiðis til okkar og tekur upp peninga og segist vilja fá

miða,  hann ætli nefnilega á ballið eins og aðrir sjómenn.

Við þetta óvænta atriði bregður svo við að allt verður vitlaust í hlátri.

Áheyrendum fannst heyrilega afskaplega sniðugt að við skyldum velja

Gölla með í grínið og stórhrifnir hvað hann lék eðlilega.

Ég hafði gaman af þessu og segi við gestinn:

Hvað helvíti ertu fínn og það var satt,  það var óvenjulegt að sjá

Göllann uppábúinn.

Já auðvitað segir Gölli maður tjaldar því sem til er.

En haldir þú,  að ég hafi stolið þessu frá honum Freymóði,  þá er það

ekki rétt,

hann Jóhann Þ. minn á Tanganum gaf mér þetta til uppbótar á

sumarhýruna!

Svona gat Gölla tekist upp,  þegar hann var í stuði.

 

Freymóður var fógetafulltrúi (seinna sýslumaður),

besti drengur,  en datt stundum í það eins og fleiri góðir menn og átti

þá til að fækka fötum á ólíklegustu stöðum - og Jóhann Þ. var vissulega

ekki talinn með gjafmildari mönnum.

Salurinn ætlaði að rifna úr hlátri.

Göllinn dregur upp brennivínsflösku og dengir á borðið hjá okkur -

við súpum allir á.

Snögglega verður hann þess var að ekki er allt með felldu,

horfir fram í myrkvaðan salinn og segir:

Hver er að hlæja - segir þetta svo eðlilega sem mest má vera og ekki

minnkar hláturinn við það.

Nú gengur hann fram á sviðsbrúnina og grillir þá í fólkið,  snýst á hæli

til okkar,  öskuvondur og segir:

"Eruði að leika,  helvítin ykkar," - og er rokinn á dyr,  gleymdi meir að

segja flöskunni í fússinu.

 

Í mannaminnum hafði enginn leikari fengið aðrar eins viðtökur,

þetta hlaut að hafa kostað gífurlega æfingu,

eða var Gölli eftir allt fæddur leikari?

Það var reynt að klappa snillinginn fram en hann var horfinn og

sýnilega uppgötvað að hann hafði fari dyravillt.


Við Valli frændi héldum svo áfram með þáttinn okkar.

Nú voru flöskurnar orðnar tvær og við röfluðum og supum óspart á

og lopinn teygður út í drykkjuraus þar til um síðir að við mundum eftir

lokaatriðinu og ég náði í hjólbörurnar.

En Valli var orðinn svo þéttur að mér ætlaði aldrei að takast að koma

honum í farartækið og þegar loks ég fór af stað var ég sjálfur orðinn

svo fullur,

að börurnar ultu og við lágum báðir afvelta á gólfinu.

Þá loksins hugkvæmdist einhverjum gæfumanni að

fella tjaldið.

 

 

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gaman að þessu Keli.

Þessi saga er lyginni líkust en þó örugglega sönn.

Þórbergur Torfason, 17.11.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Góður þessi Keli

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.11.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband