21.11.2009 | 18:56
TRYGGVI ÞARF HVORKI HÁRKOLLU NÉ GÖNGUGRIND, TIL AÐ SKORA MÖRK !
Í Dagblaðinu í s.l. viku er skemmtilegt spjall við Tryggva Guðmundsson,
knattspyrnumann.
Eins og allir landsmenn vita er hann nýlega genginn til liðs við
okkur Eyjamenn í fótboltanum.
Enginn þarf að velkjast í vafa um það, að reynslubolti sem Tryggvi er,
verður ÍBV-liðinu mikill styrkur næsta sumar.
Ég vona svo sannarlega að Tryggvi sé búinn að fyrirgefa bloggara
þessarar síðu það, þegar hann kallaði inn á völlinn í síðasta leik,
ÍBV og FH á Hásteinsvelli í sumar,
"að göngugrindin biði hans við hliðarlínuna".
Satt best að segja, þegar Tryggvi kom úr atvinnumennskunni og
gekk til liðs við FH og átti stóran þátt í því, að reysa það lið úr
öskustónni,
þá gerði ég mér vonir um, að hann kæmi aftur til liðs við ÍBV.
Kannski varð ég svolítið sár, að hann skyldi frekar kjósa
Gaflarana, en það að koma til Eyja, því auðvitað var mér og öllum vel
ljóst, hversu mikill liðsstyrkur var í honum.
Þegar Tryggvi var hér áður fyrr með ÍBV, var unun að fylgjast með
honum og mörkin sem hann gerði voru í öllum regnbogans litum og
og ávallt er mér minnistæður leikur hér á Hásteinsvelli,
þegar leikmenn ÍBV gerði átta mörk gegn Val,
en í þeim leik gerði Tryggvi eitt það stórkostlegasta mark,
sem ég hefi séð hann,
eða nokkurn annan gera.
Í dag er ég glaður,
því eins og hann sjálfur segir,
"þótt hárið sé það eina sem er farið,"
þá sé hann í fanta fínu formi og ætli sér að skora mörg mörk fyrir
ÍBV,
næsta sumar.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.