24.11.2009 | 18:46
LÍFIÐ OG DAUÐINN.
Oft sækja á mig dapurlegar og andstyggilegar hugsanir.
Einkum er þar áleitin hugsunin um dauðann.
Ég ræð ekki við það en það er þrálát hugsun, sem grípur mig
því miður oftar en ég kæri mig um.
En hví í ósköpunum er ég að grufla út í þetta, maðurinn á besta aldri?
Dauðinn er ekki á næstu grösum, eða hvað?
Nei, kannski ekki en "hann" bíður okkar sigurviss og öruggur
og "hann" er vissulega það eina í veröldinni,
sem ekki getur brugðist.
Má vera að óvissan um hvenær "hann" lætur til sín taka sé hvað verst,
en að sjálfsögðu reyni ég allt hvað ég get,
að setja mig ekki í þær stellingar, að bíða eftir "honum",
það sem eftir er ævinnar.
Ég leyfi mér að vona það, að ég sé hreint ekki kominn á
grafarbakkann, eða þannig.
Ég hefi horft til baka á liðin æviár mín, og finnst mér þau hafi liðið
eins og örskot.
Og allt í einu skilst mér að ég eigi eftir að skrimta helmingi skemmri
tíma en nú er orðið og það gæti orðið líf,
sem verður nafnið eitt.
En þetta er víst það lögmál, sem allir verða að sætta sig við
og tilgangslaust að rausa eða fyllast hugarvíli.
Það er óskiljanlegt hvernig nokkur maður, og ég auvitað engin
undantekning þar á, getur verið glaður
og hamingjusamur og gengið þó með vissuna um þennan ófarnað.
Stundum hugsa ég mér veröldina án mín og
það gerist í fyllingu lífs míns auðvitað, en við þá tilhugsun fyllist ég
ömurlegri tómleikakennd.
Geta ekki lengur notið þess,
sem hver og einn dagur þó bíður mér og kannski helst það,
að hverfa frá börnum og barnabörnum.
Ég get ekki einu sinni huggað mig við von um annað líf vegna þess
einfaldlega, að hvorki ég né nokkur annar getur fært fram
óyggjandi sannleika fyrir möguleikum framhaldslífs.
Kannski er ósvinna, að vera nokkuð að velta þessum hlutum fyrir sér
yfirleitt og besti kosturinn ef til vill sá,
að vera ekkert að gera sér neina rellu um dauðann og annað líf,
heldur lifa þessu og njóta þess,-
án of mikilla áhyggna af því,
sem koma skal.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 250675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorkell.
Þú sýnir djörfung og hug að tjá hugsanir þínar
um þetta efni af slíkum heiðarleika og af
slíkri hjartans einlægni.
Þú deilir þessari hugsun með hundruðum,
þúsundum og sannast sagna tugmilljónum annarra.
Ég efast hins vegar um hvort margir þeirra hefðu
geta sett það fram af slíkri einlægni og heiðarleika og
jafn blátt áfram eins og þú gerir hér.
Þú segir: " ... og það gæti orðið líf, sem verður nafnið eitt.
Þegar með því að skrifa slíka grein hefur þú gefið lífi þínu tilgang
sem er umfram það að vera nafnið eitt.
Stundum þarf að reyna hlutina til róta og því skyldi það ekki
vera verðugt umhugsunarefni að leita eigin sem og
veraldarinnar allrar.
Í því skyni sé ég fyrir mér ferðalög á fjarlæga staði
sem og vitundarvakningu sem gerir alla hluti skýrari
og skynjun alla dýpri.
Ég hef ekkert leyfi til að prédika eitt einasta orð fyrir þér
enda var það ekki meiningin með þessum skrifum mínum heldur
að þakka fyrir skrif þín.
Stenst þó ekki þá freistingu að benda þér á að í helgri bók stendur:
"Gefið gaum að náðarverkum Drottins."
Á hverjum degi gerast kraftaverk í lífi sérhvers manns og
sjálft er lífið eilíft kraftaverk.
Ég óska þess að þú sjáir í reynd kraftaverkin gerast í eigin lífi
og öll mun áhyggja þín verða á braut.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 21:42
Húsari góður. Innilegt þakklæti til þín og þinna skrifa, en þú hefur svo sannarlega gefið mér víðara sýn á tilveruna. Kær kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 25.11.2009 kl. 12:35
ÞORKELL MINN .KOMDU SÆLL.MÉR FANNST GREININ ÞIN ,ÁHUGAVERÐ HÚN GAF MÉR MIKIÐ .ÞETTA ERU HUGSANIR SEM ÉG HEF FUNDIÐ FYRIR ,OG ER EKKI ALVEG SÁTTUR VIÐ .EN ÞÚ VINUR SAGÐIR ALLT SEM SEGJA ÞARF .ÉG VIL ÞAKKA HONUM HÚSARA GÓÐA FYRIR HANS SKRIF .ÞESSAR GREINAR SNERTU MIG ,SVO SANNARLEGA ,EINLÆGAR OG VEL HUGSAÐAR OG EKKI SKRIFARAR AF EINHVERJU ÚT Í LOFTIÐ .MUNUM AÐ HVER DAGUR ER ALLTAF GLÆ NÝR DAGUR SEM OKKUR ER GEFINN ,SVO VERÐUM VIÐ AÐ HUGSA HVERNIG BEST ER AÐ NÝTA DAGINN .MUNUM EFTIR EINHVERJUM LITLUM GÓÐVERKUM, SEM JAFNVEL ENGINN VEIT UM NEMA VIÐ ,ÞAÐ KALLAR ALLTAF FRAMM VELLÍÐAN Í BRJÓSTI OKKAR . KÆRLEIKS KVEÐJUR .HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR).
Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 29.11.2009 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.