17.12.2009 | 16:03
FÉKK ÉG AÐ SKYGGNAST YFIR Í ANNAN HEIM ?
Á síðunni "Draumur.is
eru hugleiðingar um drauma og tæpi ég hér á nokkrum þeirra:
Draumar geta verið uppgjör við fortíðina, nokkurskonar sáttargjörð, eða tilraun
til að greiða úr djúpstæðum flækjum, sem hafa áhrif á persónuleika dreymandans.
Grunnurinn að vellíðan á fullorðinsárum er lagður í bernsku,
en ýmsar kenningar halda því fram að í viðbót við uppeldisáhrifin beri manneskjan
í sér ýmsar leyndar hliðar, sem eru bæði góðar eða vondar.
Í þessari skyggðu tilveru getur ýmislegt leynst sem ekki hefur fengið að dafna,
en getur brotist út í draumum.
Þetta geta verið atriði, sem við eigum erfitt með að sætta okkur við hjá okkur
sjálfum, eða í hegðun og gjörðum annarra og þvælast ósjálfrátt fyrir,
kannski sem fordómar, kannski sem bæling á persónuleikanum.
Þessi atriði eiga það til að lita draumana og stýra þeim,
en með æfingu er hægt að ráða táknin.
"Einstöku draumar eru sterkari en aðrir".
Bloggari síðunnar dreymdi draum fyrir nokkru og langar að greina frá honum og
má vera að hann sé einskonar "uppgjör" dreymandans við sína fortíð,
kannski!
Draumur minn var það svo"sterkur", að þegar ég vaknaði var ég
hágrátandi.
Byrjunin var sú, að mér fannst ég falla niður úr nokkurri hæð og deyja, en ólíkt því
sem í öðrum
draumum mínum gerist, fann ég ekki til sársauka eða neinskonar óþæginda, þegar
ég dó.
Nú fannst mér ég vera á mikilli hraðferð og það upp miklar tröppur og á leið
minni upp þær kallaði ég hástöfum á föður minn, en ekki varð mér að ósk minni,
að hann tæki á móti mér, þegar upp var komið.
Þegar hlaup mín upp tröppurnar lauk þótti mér ég staddur í miklu alrúmi og var þar
mjög þröngt á þingi, margt fólk.
Sumir sátu og spjölluðu saman, aðrir lágu fyrir og sumir virtust sofa.
Ennþá lengra frá mér virtist fólk vera við einhverskonar störf. Ég skynjaði að
þarna væri fólk hinna ýmsu þjóðerna, en engin vandkvæði voru fyrir mig að skilja
það sem talað var og því síður að gera mig skiljanlegan.
Einn sá fyrsti sem ég hitti á og þekkti var "svili" minn, Kristján Sigurjónsson.
Ég gekk nokkuð um þetta alrúm, og virtust mér allir vera mjög ánægðir og
afslappaðir.
Þar hitti ég konu mína, Elísabetu Ólafsdóttir og tók ég hana í fang mér
og faðmaði innilega.
Áfram hélt ég og þar kom, að ég fann mig knúinn til að fara lengra frá
þessu alrúmi sem ég hafði verið í.
Þar kom þá göngu minn, að mér fannst ég kominn að faratæki, kassalaga sem
stjórnað var að mér þótti af frænda mínum, Helga Bernódussyni, en eins og alþjóð
veit er hann sprelllifandi í dag og því furðulegra, að hitta á hann þarna,
staddur í heimi hinna látnu!
En allt um það, þá sté ég upp í "apparatið" sem Helgi stýrði og fannst mér við fljúga
nokkuð frá þeim stað sem áður var og lenda við hús nokkurt.
Á leiðinni í "apparatinu" þótti mér ég fá upplýsingu um það,
að foreldrar mínir væru að byggja sér hús sem væri með stráþaki og,
að Elísabet konan mín bjó í litlu húsi baka til við hús foreldra minna.
Þegar "apparatið,"
sem Helgi stjórnaði, settist fyrir framan hús foreldra minna, þá
sá ég föður minn við vinnu í gegnum stofugluggann á húsinu, sem mér fannst
foreldrar mínir þarna vera að byggja.
Í garðinum fyrir framan húsið sat konan mín og barnabarn mitt, sem nú býr í Svíþjóð
og létu far vel um sig.
Ég gekk inn í garðinn og þá þótti mér móðir mín koma á móti mér, glöð og
brosandi eins og ávallt.
Hughrifin í draumnum voru svo sterk, þegar ég tók þarna utan um móður mína
og faðmaði fast og innilega, að ég brast í grát mikinn í draumnum.
Þá vaknaði ég og var þá ennþá hágrátandi, svo raunverulegur var draumurinn fyrir
mér.
Vegferð mín í draumi þessum er að því leitinu frábrugðið öðrum mínum draumum,
eða því sem ég hefi upplifað vakandi er,
að ég hefi aldrei liðið svo vel, sem í draumi þessum.
Ykkur finnst það kannski væmið, þegar ég segi að mér hafi aldrei, aldrei liðið
eins dásamlega og í draumi þessum og er stórkostlegt um það,
að hugsa.
Þarna er kannski komið eins og segir í Draumur.is.
"Í hinni skyggðu tilveru getur ýmislegt leynst,
sem ekki hefur dafnað, en getur brotist út í draumum og einnig það sem við höfum átt
erfitt með að sætta okkur við".
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorkell
Þetta er merkilegur draumur fyrir margar sakir en það gæti verið að þú fyndir einhver svör á heimasíðu minni
www.heilun.blogcentral.is
Gangi þér vel
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 14:22
Sæll Þorkell.
Fallegt af þér að deila þessari reynslu þinni með öðrum. -
Það eru ákveðnir þættir í draumi þessum sem mér finnast
áhugaverðir.
Í fyrsta lagi er það sjálfsagt reynsla velflestra að dreyma sjaldan
dána ættingja eða vini en þeim mun oftar þá er þá sízt óraði fyrir.
Í örðu lagi þessi orð:
Fæ ekki betur séð en ígildi flestra trúarbragða um líf að loknu þessu
sé hérna samankomið.
Í þriðja lagi þessi orð:
"Ennþá lengra frá mér virtist fólk vera við einhverskonar störf. Ég skynjaði að þarna væri fólk hinna ýmsu þjóðerna, en engin vandkvæði voru fyrir mig að skilja það sem talað var og því síður að gera mig skiljanlegan."
Ofangreint kemur heim og saman við Biblíuna en þar segir:
"Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla." Postulasagan, 2:4
Einhverra hluta vegna trúi ég því að þetta hafi átt sér stað og geti
átt sér stað á okkar tímum ekkert síður. Eigi sér stað, sannast sagna.
Helgi hefur af glettni sinni læðst inní drauminn enda
er himnavistin stórpólitískt mál! Hann má líka vel við sinn hlut
una í draumi þessum skv. flestum skýringum.
Ég hygg að það sé ekki annað en rétt sem þú getur þér til
að hér sé um uppgjör að ræða. Mér finnst einnig koma fram
að ákveðinn skilningur ríki í sinni þínu um tiltekin atriði
sem ef til vill gerði það ekki áður. Nánast að mætti kalla það
sátt.
Þín eigin skoðun og skýring á draumi þessum er það sem
gildir, - en leyfi mér að taka undir það sem svo sannarlega
blasir við, að þér hafi verið sýnt inní annan heim.
Húsari. (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 03:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.