ER GOTT AÐ BÚA Í VESTMANNAEYJUM ?

 


P1010011


Enginn vafi í mínum huga.

Í Eyjum og hvergi  annars staðar.

Reyndi sjálfur ásamt fjölskyldu að eiga heima í Kópavogi.

Þeirri tilraun lauk með því að við fluttumst aftur heim til Eyja.

Já heim,

 segi ég því allan þann tíma, þegar farið var út frá heimili okkar í Kópavogi,

og komið til baka,

gat ég aldrei sagt, að  koma heim. 

En þegar leið okkar lá til Vestmannaeyja,

þá vorum við á leið heim.

 

Þetta er ekki sagt einmitt núna vegna góðrar stöðu okkar kæru Vestmanneyja,

þá rýnt er í tölur og staðreyndir á afkomu bæjarfélagsins,  heldur vegna þess að mér

þykir einfaldlega vænt um Eyjarnar mínar og þá sem hérna búa.

Það var ekki ætlan mín,  að mæra neitt sérstaklega bæjarstjórnameirihlutann hérna

í Eyjum,  en engum dylst það,  sem eitthvað vill sjá,

að meirihlutinn hér í Eyjum er að gera góða hluti.

Jafnvel hún Hulda frá Vatnsdal kemst ekki framhjá þeirri staðreynd.

 

Nei,  nú er ég kominn út á hála braut og farinn að blanda mér í bæjarmálapólitíkina,

einmitt það sem ég ætlaði mér allra síst að gera.

En samt kemst ég ekki hjá því að impra á samtök ungra pólitíkusa hér í bæ,

Eyverja.

Það fyrst,  að auðvitað óska ég félaginu heilla á áttræðis afmælinu.

 

Þannig er, 

 að ég hefi aldrei komist fram hjá þeirri hugsun,  þegar Eyverja ber á góma,

að þar fari skemmtana glatt ungt fólk,  án sérstaks takmarks í pólitíkinni og þá helst,

að hamingjan væri í raun,  bara peningar, 

stórar ættir

 og virðing broddborgaranna.

 

Því segi ég annað eins um hreyfingu ungs fólks sem býr hér í EYJUM og ég var einmitt,

að segja að mér þætti svo vænt um alla hérna í Vestmannaeyjum?

En er það ekki þannig,    að maður á að segja

"það sem manni finnst?

 

Kannski er skýringuna að finna í  vonbrigðum með synina tvo,  sem báðir hafa látið

heillast af þessari

pólitísku blámóðu og ég föðurómyndin þeirra var hvorki ríkur né það, að bera

neina virðingu fyrir broddum þessa bæjar,  hvort sem þeir voru til hægri eða vinstri.

Af ættarsærð geta flestir Íslendingar státað og sá sem þetta ritar er fjarskalega

sáttur og stoltur,  þegar ég segi við synina tvo,

að þeir séu náskyldir,

stórskáldinu og "sósíalistanum"

Þorsteini Erlingssyni. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Já Keli, víst á maður sterkar taugar til Eyja,en ekki vildi ég skipta aftur það verð ég nú að sega,en öll viljum við deyja heima þannig að það er aldrei að vita hvað maður gerir ef ég finn að stundin er að nálgast.

Hvað er það sem Íhaldið í Eyjum hefur gert svona merkilegt umfram aðra staði úti á landi ? Kreppan kemur ekki eins hart niður á Landsbygðinni og hér fyrir sunnan,þú þarft nú ekki að þakka Sjálfstæðisflokknum í Eyjum fyrir það,nei Keli við þurfum að eiga fleirri Huldur frá Vatnsdal þá væri öðruvísi umhorfs í dag. kveðja úr Borginni heim í Íhaldsbælið.

þorvaldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband