Færsluflokkur: Dægurmál

SÚPERSTAR ÍHALDSINS.

 
 
 
Það er stórfurðulegt með suma menn,
 
 
 
hversu viðkvæmir þeir eru þegar laun þeirra eru annarsvegar.
 
 
Þvæla út í eitt um persónuvernd
 
 
og annað í þeim dúr.
 
 
Reyndar er það með þetta nýjasta  stórstirni íhaldsins og löglærða manninn,
 
 
að hann er sá sem erfir klúðurnafnbót sjálfstæðisflokksin í framtíðinni,
 
 
álíka superstar og Björn Valur hjá vinstri gænum.
 
 

 
'

mbl.is „Eins og friðhelgin sé pólitísk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PENINGAR OG LAUN ERU LEIÐARLJÓS ÞINGMANNA:

 
 
 
Það er liðinn nokkur tími frá síðasta bloggi mínu.
 
 
Nú fyrirhuga ég að byrja aftur,  ef efni og ástæður leyfa.
 
 
Talandi um það, 
 
 
að efnahagur ellilífeyrisþega kunni að eflast á næstunni,
 
 
virðist þá vera meiri líkur á að loftfar frá Mars komi og lendi í Eyjum.
 
 
Trúin á að einhverjir úr hinu póliríska litrófi sjórnmála
 
 
muni gera einhver kraftaverk er horfin.
 
 
Þeir stjórnmálamennirnir hugsa einungis um eigin hag,  samanber 
 
 
þingmanninn Eygló Harðardóttir.
 
 
Laun þessa fólks eru eia leiðarljós í pólitíkinni í dag.

mbl.is Skipar starfshóp um húsnæðismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ VERA KRISTINN EFTIR HENTUGLEIKUM.

 

 

 

P1010749
Þegar höfundur bloggsíðunar var í Svíþjóð sumarið 2010 bað ég almættið
að standa við bakið á liðinu mínu ÍBV í fórbolta.


 

 

 

 

 

 

Íslendingar hafa sem kunnugt er aldrei orðið kristnir, 

 segir í ágætri bók,  Einars Braga.

Ég hefi velt þessari fullyrðingu oft fyrir mér og því meir þá hefi ég sannfærst um,

að rithöfundurinn hefur nokkuð til síns máls.

Athugum þetta nánar:

 

 

 

 

 

Þrátt fyrir skýlaus fyrirmæli fyrsta boðorðs,  

að eigi skuli kristinn maður aðra guði hafa  er trúin á  Mammon,

að þúsund árum liðnum langtum sterkari í brjóstum þjóðarinnar.

 

 

 

 

 

 

Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.

Hve margir gera það,

kannski einn af þúsund,  eða nokkurnveginn tala þeirra sem hafa guðsorðahjal að

atvinnu.

 

 

 

 

 

 

Mannvíg voru aldrei stórfelldari og grimmilegri hér á landi,

en nokkrum öldum eftir kristnitöku árið 1000 og kirkjunnar menn létu ekki sitt eftir

liggja.

 

 

 

 

 

 

Hart er í heimi,  hórdómur mikill.

Þannig var kveðið forðum.

Hefur sjötta boðorðið bætt þar um ?

Tvö af hverjum fimm hjónaböndum fara í vaskinn,  oftast að undangengnu

hjúskaparbroti.

Þannig að afar fáir virða þetta boðorð af kristilegum ástæðum.

 

 

 

 

 

 

Aldrei hafa uppi verið á Íslandi aðrir eins stórþjófar og nú á dögum.

Djarfastir eru þeir,

sem lengt hafa þekkt boðorð um tvö orð:

Þú skalt ekki stela, nema löglega.

Þeir hafa ekkert að óttast,  því þeir stjórna löggjöfinni og framkvæma hana,

eru gulltryggðir bak og fyrir.

 

 

 

 

 

 

Þú skalt ekki girnast hús nágranna þíns.

Hvernig finnst þeim staðið við þetta,

sem berjast 24 stundir sólahringsins við að missa ekki þakið ofan af höfði sér

í hendur fjárplógsmanna ?

 

 

 

 

 

Þannig væri hægt að halda áfram og sýna fram á,

að við Íslendingar höfum aldrei tekið mark á kristninni og þá allra síst á vorum dögum.

 

 

 

 

 

Manngöfgi var hér engu lægra metin fyrir kristnitöku en eftir,

og byggðist eins og hún enn gerir á þeim óskráðu siðalögum sem skáldi kallar

"guð í sjálfum þér",

en aðrir nefna einfaldlega samvisku. 

 


ÉG SÉ HVAR ÞÚ HRAPAR Í SYNDARA SVELG.

 

 

 

Jón í Hlíð
Jón  Pálsson frá Hlíð.

 

 

Í skemmtilegri bók, 

 "Gamanþættir af vinum mínum"  segir Magnús Á Árnason af kynnum sínum við

marga ágætis menn.

Einn þeirra var Jón Pálsson frá Hlíð Austur-Eyjafjöllum.

Þeir kynntust,  Jón og Magnús í sveitinni og brölluðu þeir margt saman.

M.A. fengu þeir kumpánar gamla konu undir Eyjafjöllum,  sem var óskaplegur

einfeldningur,  til að segja sér ævintýri lífs síns,  þegar franska skútan strandaði á

Eyjafjallafjörum.

Jón hafði víst oft  heyrt söguna áður,  en gamla konan var alltaf fús til að segja hana

aftur.

"Stýrimaður hafði gist á bænum þar sem hún var ung stúlka.

Hann var með logagyllta hnappa og borða um kaskeitið.

"Mikið lifandis ósköp var hann góður við mig",  sagði hún.

Hann fór með mig út í fjós.  Og hann lagði mig í básinn hennar Skjöldu,  og svo breiddi

hann klút yfir andlitið á mér og svo gerði hann mér það.

Mikið lifandis ósköp var hann góður við mig"

 

Jón þessi Pálsson mun hafa komið og dvalið hér eitthvað í Eyjum,

því ég á í fórum mínum bók sem hann samdi og prentuð var hér í prentsmiðjunni

Eyrúni árið 1946.

  

Bók Jóns í Hlíð 

 

Jón Pálsson gerði ýmislegt sér til framdráttar,  m.a. var hann innheimtumaður

hjá dagblaðinu Vísi.

Einhverju sinni var hann að rukka heildsala nokkurn en sá ágæti maður  skellti

hurðinni á nefið á Jóni.

Jón var skapmaður mikill og þessi framkoma fékk svo á hann,

að hann gat ekki rukkað meira  þann daginn

Hann fór því heim til sín og orti um heildsalan níðkvæði.

Kvæðið endar á þessu mergjaða erindi:

 

Ég sé hvar þú hrapar í syndara svelg

og sogast til helvítis niður,

og fjandinn sjálfur flær af þér belg

og fauraðar hausskeljar bryður.

Ég held að það sem háði vini mínum Jóni í Hlíð hafi verið kvenmannsleysi

segir Magnús um vin sinn.

Hann var hæverskur og kurteis og bar ótakmarkaða lotningu fyrir konunni,

að hann gat aldrei nálgast kvenmann.

Einhvern tíma hafði hann þó komist í kynni við þýska stúlku og hún farið heim með

honum,

en gárungarnir sögðu að hann hefði aldrei komist lengra  en að orna henni

á fótunum.


AÐ GERA "GRÍN" Á KOSTNAÐ ANNARRA.

 

 

 

348px-KG-mannamyndir_4360
Jú mikil ósköp,  þetta er Halldór Guðjónsson.
Á árunum áður var hann kennari og svo skólastjóri
við Barnaskólann í Vestmannaeyjum.

 

 

 

 

Eins og sést á myndbirtingu minni er hérna mynd af fyrrum skólastjóra

Barnaskólans í Eyjum,  þegar ég var ungur.

Kennari var hann hérna fyrstu 18 árin og í framhaldi varð hann svo skólastjóri í 17 ár.

Halldór var myndarmaður í sjón, 

en hitt leyfi leyfi ég mér að efast um,  að það hafi átt við  í raun.

 

 

Af hverju segi ég þetta um mann sem lifði háa elli og virtist í störfum sínum vera

gegn heill og góður maður.

 

 

Nú er það svo,

að nú má varla halla orði við börnin sem í skóla ganga í dag,  að þá sé ekki talað um

einelti.

 

Mín reynsla, 

þegar ég var í Barnaskóla Vestmannaeyja fyrir sextíu árum síðan og umræddur

Halldór var skólastjóri í honum,  upplifði ég það,

að hann skólastjórinn, 

  þegar við mættumst á göngum skólans,  þá ávarpaði hann mig ávallt,

"Þorkell þunni".

 

 

Ég sem barn gat illa mótmælt því sem ærlegur skólastjórinn sagði við mig ,

þannig að ég bar þessa byrði í hljóð.

Þrátt fyrir ungan aldur minn,  lagði ég þetta út þannig,  að ég væri lélegur nemandi í

hans augum,

sem var þó ekki raunin á,  því ég stóð mig ávallt vel í skólanum.

Kannski var þetta  viðurnefni úr fornbókunum,  sem honum þótti

sniðugt að nota  og mjög líklega hefur það svo verið í hans huga, góðlátlegt "grín" á

minn kostnað.

 

 

Samt er það svo,  hvort sem er í skólanum,  eða öðrum vettvangi lífsins,

skuli menn gæta tungu sinnar í nærveru sálar, 

sérlega ungum sálum. 

 Smá skeina getur orðið að stóru sári..   

 

 


" BIBLÍAN ER DJÖFULL MERKILEG BÓK ".

 

 

 

Sigurður Berndsen  
Sigurður Berndsen                                                        

 

Í frábærri bók eftir Björn Th.  "Glóið þið gullturnar"  segir frá dönskum kaupmönnum 

sem löngum prettuðu og seldu landanum maðkað mjöl.

Ekki samt allir,  því einn ákvað að setjast hér að og deila kjörum með þjóðinni, -gerðist

Íslendingur.

Sá var Fritz Hendrik Berndsen og var faðir þess þjóðkunna íslendings á síðustu öld, 

Sigurðar Berndsen fésýslumanns og best þekktur sem okrari.

Í bók Björns er frá því sagt,  þegar faðir Sigurðar, Fritz Hendrik sá ætlaðan son sinn í

fyrsta sinn,  en Fritz vildi ei gangast við að eiga  drenginn.

 

Arnfríður móðir  Sigurðar tók drenginn upp úr vöggu sinni til að sýna föðurnum barnið.

En stað sorgarblíðu við þá sjón varð hann ævareiður og sagði að enginn skyldi kenna

sé slíkan  vanskapning.  Slíkt ódæmi væri hvorki til í sér né sinni ætt.

Upp frá því  nefndi hann dreng þennan aldrei á nafn nema kalla hann "kvikindið".

 

Miklu var þó gestkoman nokkru síðar,  þegar Fritz Berndsen kom aftur,  og hafði nú tvo

fílelfda pakkhúsmenn með sér,  sem hann lét leggja  drengbarnið á fjöl og teygja af

öllu

afli frá báðum líkamsendum til þess að rétta hryggskekkjuna og kryppuna.

Má telja það undur að drengurinn skyldi lifa þá þrælapyntingu af.

 

 

Þannig er frá greint í bók Björns á harkalegri meðferð á barninu Sigurði Berndsen fyrir

rúmleg öld síðan.

 

Sigurður Berndsen var á sínum tíma einn þekktasti maður á sínum tíma fyrir

fjármálasýslu og spunnust oft um hann sögur um hans fjármál og skringilegheit um

peninga.

Mikið mun það rétt vera að Sigurður hafi víst oft sýnt harla litla góðgirni í fjármennsku

sinni.

Sigurður var eins skapaður og önnur börn við fæðingu, en hlaut heldur kaldranalegt

uppeldi og engan stuðning úr föðurgarði.

Ungur fékk hann beinkröm og gekk þá kryppa upp úr baki hans,  sem hann bar sína

ævi.

Ekki er ólíklegt hafi hinn ungi bæklaði sveinn ætlað mannfólkinu þegjandi þörfina.

Theodór Friðriksson rithöfundur  lýsir Sigurði ungum svo:

Hann var með kryppu  upp úr baki,  lítill með stórt nef,  en mjög snör augu,  gáfaður,

fjörugur og gamansamur.

 

Sigurður hefur orðið samferðarmönnum sínum hugfólginn,  löngu eftir þetta líf og

muna vel káta karlinn,  sem sat úfinn við koparslegið skrifborð og lét dynja á þeim

háðið og níðið,  eða hafði kröftugt yfir kvæði Einars Ben.

 

Þeir hrósa happi,  að hafa kynnst manninum sem var eiginlega dæmdur úr leik lífsins,

en vann sig með gáfum,  gjörnýtni og fágætri bragðvísi til mikillar auðlegðar og

hampaði glottandi sigri yfir erfiðleikum,  sem reynst hefðu flestum um megn.

 

 

Ekki get ég nákvæmlega skýrt hvernig það hefur gerst,  en af kynnum mínum af

þessum kyngi magnaða

manni,  þá gegnum blöð, bækur og á annan hátt hefur hann þessi karl,  heillað mig upp

úr skónum.   

 


ER TEBOÐSHREYFINGIN = HITLERSUPPLIFUNIN ?

 

 

hitler_240302

 

 

 Teboðshreyfingi er um þessar mundir mjög áberandi í Bandaríkjunum,

kannski mest núna í aðdraganda forsetakosningar þar í byrjun nóvember.

 

Um einkenni á hreyfingunni er helst að geta þess,

að hún gerir tilkall til að vera álitin sjálfssprottin grasrótarhreyfing,

en hún sameinast um að vera á móti því sem við merkjum sem framfarir í

samfélagi mannanna.

 

Því velti ég þessu upp,  þar sem við mannfólkið erum alltaf í því að finna uppá

einhverskonar leið til að trylla lýðinn,  hvort sem er til góðs eða ills.

Því kom mér í hug að hafa lesið einhversstaðar um tilurð, 

Hitlersupplifunina sem varð til vegna hópvitundar,  sem flestir vita hvernig endaði.

 

 

Margir halda því fram,

að Hitler hafi togað hóp með sér á asnaeyrunum - landa sína að þessu sinni - með

lævísi sinni og málsnilld.

En þetta varpar allri sökinni á Hitler eins og hentugt má kalla - og það er nákvæmlega

eins og flestir vildu hafa það.

En Hitler gat ekkert aðhafst án samstarfs og stuðnings og þjállar undirgefni milljóna

manna.

Undirflokkur sem kallar sig þjóðverja hlýtur að taka á sig feikilega ábyrgð á helför

gyðinga.

 

Slíkt hið sama verður stærri hópur,  sem kallast, mennskir menn,  að taka á sig

 að nokkru leiti,

en hann lét sig litlu skipta þjáningar í Þýskalandi uns þær komust á það hrikalega stig,

að hinir kaldlyndustu einangrunarsinnar gátu ekki leitt þær HJÁ SÉR

 

 

Það er nefnilega samvitundin sem braut frjóan akur fyrir vöxt nasistahreyfingarinnar.

Hitler greip tækifærið,

en hann bjó það ekki til.

Ógnir Hitlersupplifunarinnar voru ekki að hann framdi þær á mannkyninu,

heldur að mannkynið leyfði honum að gera það.

Undrunarefni er ekki aðeins að Hitler gekk fram á sjónarsviðið,  heldur líka hve margir

fylgdu honum.

 

 

Staðreyndir er sú,

að Hitler var skapaður af okkur mönnunum.

Hann steig upp úr samvitund okkar og hefði ekki getað verið til án hennar.

 

Það er staðreynd,

að milljónir manna héldu áru saman,  að hann hefði rétt fyrir sér.

Var  þá við öðru að búast,  en hann héldi það sjálfur ?

 

Seint og um síðir komst veröldin að þeirri niðurstöðu,  að Hitler hafði "rangt" fyrir sér..

Það er að segja,  að þjóðir heims lögðu nýtt mat á hverjar þær eru,

og hverjar-þær kjósa að vera,  miðað við Hitlersupplifunina.

(stuðst við bókina "Samræður við Guð.)


Í EYJUM ÆTLAÐI OBBNI AÐ VEKJA MANN FRÁ DAUÐUM !

 

 

 

img150
Skólavegurinn.

 

 

 

 

 

Reynt að grafa upp lík í Vestmannaeyjum,  og trúði því,  að hægt væri vekja

mann frá dauðum.

Svona hljóðaði grein í MBL,  árið 1935.

 

Í bókinni "Sandgreifarnir" eftir Björn Th. segir í einum kafla bókarinnar frá atburði

þessum,  og þá áljóðrænan hátt,  sem Birni er einum lagið.

 

Þeir höfðu frétt,  að uppi á lofti Landakirkju,  væru staflarnir af skrautprentuðum

krossa-og englablöðum,  sem freistaði þeirra sem söfnuðu hinu og þessu þar með

taldar myndir úr Tefloni sígarettupökkum.

 

 

 

 

" Við fórum saman fjórir upp í kirkjugarð og lágu þar á gægjum við hliðið.

Loksins kom kallinn,  sem tíndi upp flugurnar. (þetta var á sunnudegi um hádegi)

Hann stoppaði nokkrum sinnum og tók gríðarlega í nefið,  klóraði sér í

rassgatinu,  alveg eins og hann væri ekkert trúaður,  og hvarf loksins inn í kirkjuna

 

Þá tókum við á sprett og opnuðum kirkjuhurðina,  hlustuðum,  og á meðan kallinn var

að bauka inn við altarið,  læddumst við á tánum og upp á loft.

 

 

Þarna lágu staflarnir á gólfinu á líkbekkjunum,  gólfinu og út um allt af

skrautprentuðum krossa-og englablöðum.

Við gripum blindandi úr  bunkunum og stungum undir peysurnar og síðan eins og

eldibrandar ofan stigann,  og út.

Tókum strikið beint upp í kirkjugarð með ránsfenginn.

Við þorðum ekki að byrja að skipta strax hjá hliðinu,  heldur bogruðum inn eftir

garðinum milli krossa og steina,  og fundum loksins stað á sléttu leiði.

 

 

Og þá var það akkúrat,  sem við heyrðum það.

Við heyrðum stunur og hljóð.

Það var eins og grjót væri skrapað,  og kjökur.

Auðvitað vissum við að draugar voru ekki á ferðinni fyrir hádegi á sunnudögum,

en samt stikkfríir í kirkjugörðum.

 

Og þá er það sem við sjáum í hausinn á Obbna Bæron.

Hann var djúpt niðri í gröf,  skrapar og mokar upp mold,  stynjandi og kjökrandi

eins og bandvitlaus maður.

 

Mundi tók á sprettinn út úr garðinum og við á núll komma einum á eftir.

Við höfðum séð á legsteininn,  hvern hann Obbni var að grafa upp.

Það var ekki fyrr en niður við Vöruhús sem við hægðum á okkur,  hysjuðum upp

um okkur englana og fórum að ganga eins og arminnilegir menn á sunnudegi.

 

 

Af Obbna Bæron er það að segja,  að Stebbi pól tók Obbna og setti í tukthúsið.

Stuttu seinna var hann fluttur til Reykjavíkur á settur á sjúkrahús,

til viðgerðar !

 


BYRJAR SAGA UPPISTANDSFUGLA Í EYJUM ?

 

 

 

Keli í lunda
Bloggari síðunnar.

 

 

 

Í bókinni "BROTASAGA" eftir Björn Th. sem er góð og skemmtileg aflestrar,

segir frá því,

 að "Væti" James White sem var bróðir hennar Margrétar í Björgvin,

og margir muna eftir,  sem nú eru á besta aldri í dag,  að Væti hafi verið sá fyrsti,

allavega hér í Eyjum sem notaði vír til að hafa uppistandsfugla í lundabyggð.

 

Í bókinni segir svo:

 

 

Þeir sem voru í Klettinum Heimakletti,  eða  þá austur í Miðkletti urðu þess brátt varir

að Væti í Björgvin hafði annan hátt á en hér hafði tíðkast.

Hann var með vírteina á sér og notaði fyrstu lundana fyrir uppistandsfugla fremst á

brúninni og lokkaði þannig aðra að á fluginu.

Brátt tóku aðrir þetta upp eftir honum og síðan hafa uppistandsfuglar í lundabyggð

heitið "vætar" á Eyjamáli.

 

 

Þannig er nú það,  og þrátt fyrir að ég sé kominn á besta aldur,

þá hefi ég aldrei haft vitneskju um þetta úr lundaveiðisögunni  hér í Eyjum.

 

 


MARGAR ERU RÁÐGÁTURNAR.

Sigga og Viktor 1958
Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir á Gagnfræðaskólaaldri.

Þáttur Nemenda var fastur liður í Blik  sem Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastjóri

Gagnaæðaskóla Vestmannaeyja gaf út  hér áður fyrr.

Í þætti þessum birti Þorsteinn ritgerðir nemenda,  sem þeir skrifuðu og honum

þóttu athygli verðir.

Rakst á ritgerð sem Þorsteinn birtir og er eftir systur mína,  Sigríði og ég var búinn

að gleyma,  svo nú langar mig að birta hluta ritgerðarinnar,  sem systir mín ritaði fyrir

55 árum síðan:

Ein af elstu ráðgátum mínum er draumur,  sem mig dreymdi,  þegar ég var sjö ára.

Hann stendur mér æ ljós í minni.

Ég þóttist líta inn um einn búðargluggann í versluninni Drífandi.

Allt í einu breyttist allt svið þarna inni.

Ég sá inn í gamaldags en hreinlega vistarveru,  sem mér fannst  líkust baðstofu.

Hún var löng og mjó og þrjú trérúm undir hvorri súð.

Ég sá tvo menn sitja á hvoru rúmi gegnt mér.

Annar dró að sér athygli mína meir en hinn.

Sá var með mikið svart hár,  sem nam við öxl.  Hann hafði einnig mikið og þykkt

yfirvaraskegg,  sem mér þótti hylja töluverðan hluta niðurandlitsins.

Ég sá,  að hann var skarpeygur og brúnaþungur.

Ég sá þó í augu hans.

Búningur hans fannst mér eitthvað undarlegur,  þó að hann sé mér óljós.

Þó man ég,  að hann vakti athygli mína,  því að hann var mjög frábrugðinn

nútímaklæðnaði.

Mennirnir sátu að drykkju.

Drykkjarílátin drógu einnig að sér athygli mína.

Ekki gat ég betur séð,  en að þau væru nautshorn.

Sá með svarta hárið og mikla skeggið svalg stórum og drakk af áfergju.

Einn glugga sá ég á vistarverunni,  og þótti mér ekkert við það að athuga.

Gólfið var mjög dökkt,  og hélt ég helst,  að skugga bæri svona á.

Mér kemur í hug,  að það hafi verið moldargólf.

Fyrir ofan hverja rekkju var hilla.

Á hverri þeirra var einhver krús,  sem ég held að hafi verið matarílát,  en ekki þó askur.

Hinn svarthærði og brúnaþungi tó nú krúsina niður af sinni hillu og leit í hana.

Þá brá fyrir svip vonbrigða í andliti hans.

Allt í einu var sem hann tæki eftir mér.

Hann leit þá beint í augu mér.

Við það varð ég svo hrædd,  að ég hrökklaðist frá og vaknaði.

Mér fannst eins og ég hafi getað lesið út úr svipnum:

Hvaða leyfi hefur þú til að skyggnast inn í líf mitt. ?

Þessi draumur er mér því meiri ráðgáta,  þegar ég hugleið,  að ég hafði ekki minnstu

hugmynd um sökum bernsku,  að slík húsakynni hefðu nokkru sinni verið til

á landi voru.

Til gamans get ég þess,

  að eftir Heimeyjar gosið 1973 flutti Þorsteinn Þ. Víglundsson

til Hafnajarðar.

Hann, 

 Þorsteinn var á ferð hér í Eyjum ásamt tengdasyni sínum,  Sigfúsi J. Johnsen,

og hitti ég þá báða einmitt í vensluninni Drífandi og ræddi við þá þar.

Hefi oft velt því fyrir mér hvort tilviljun eður ei réð því,  að ég skyldi hitta

skólastjóra og tengdason hans,  sem báðir voru kennarar okkar systkina í Gagganum,

einmitt í versluninni Drífanda og var þetta í síðasta sinn að ég hitti þessa mætu menn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband