RÍKISSTJÓRN DAUÐANS GERÐI OKKUR LÍFIÐ LEITT.

 

 

img030

 

Mig rak í rogastans við lestur Frétta þar sem birt er viðtal við einn af læknum

okkar Eyjamanna,  Hjalta Kristjánsson.

Þar segir:

"Árið 2009 var mjög gott ár fyrir mína fjölskyldu,

þótt ríkisstjórn dauðans gerði henni lífið leitt eins og öðrum landsmönnum.

Við fórum í frábæra Bandaríkjaferð.......

Greinilega virðist læknirinn ekki "lepja dauðann úr skel,"

 svo mikið er víst.

Erfiðleikarnir í landinu um þessar mundir vita  flestir hvernig til eru komnir og

Þess vegna finnst mér læknirinn höggva nokkuð nærri sjálfu sér,

þegar hann talar um "ríkistjórn dauðans."

Ekki veit ég  um neitt tilfelli þar sem núverandi ríkisstjórn hefur líf nokkurs

manns á samviskunni, en kannski getur læknirinn upplýst ,

 hvað hann á við með slíkum ummælum??

Satt best að segja Hjalti minn er aðeins ein ríkisstjórn, sem fengið hefur

þessa vafasömu nafngift,

" ríkisstjórn dauðans".

Og ef nú læknirinn skyldi  vera búinn að gleyma þeirri ríkisstjórn

má minna hann á  að það var ríkisstjórn,

Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undir stjórn þeirra "kumpána"

Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Þeir ásamt öðrum "viljugum",   lögðu blessun sína yfir innrásina í Írak á

sínum tíma.

Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í okkar ágæta þjóðfélagi ætla ég að von það,

að okkar ágæti læknir taki sér tak,

og verði örlítið jákvæðari með hækkandi sól og

fótbolta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Keli
Gleðilegt ár, megi það verða þér og þínum gott.

EN það verð ég að taka undir að þessi ummæli heilsugæslulæknisins eru ansi skrýtinn og ef ég vissi ekki betur myndi ég telja að hann þjáðist af gullfiskaminni. Ótrúlegt þegar fólk hleypur um allt í pólitík eins og um fótboltalið sé að ræða. Afleiðingar ríkisstjórna Dabba krull og Dóra frænda eiga að ver aöllum kunnar. Hvort þessi sem nú er reynist betri verður tíminn að leiða í ljós 

Gísli Foster Hjartarson, 9.1.2010 kl. 20:03

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll aftur Keli

Fór að hugsa það eftir að ég sendi þér svarið hér að ofan. Getur hugsast að læknirinn sé að meina þá er voru við völd þegar hrunið skall á, það sé í raun ríkisstjórn dauðans? Öll erum við nú í vanda eftir gjörðir þeirra en ekki annarra

Gísli Foster Hjartarson, 12.1.2010 kl. 22:31

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður Gísli. Það liggur nær að halda það.  En hvora stjórnina sem hann á nú við,  þá finnst mér þetta mjög ósmekklega sagt af lækninum,  þó ekki sé fastar að orði kveðnu. 

Þorkell Sigurjónsson, 13.1.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband