14.3.2010 | 14:49
EYJAMENN ERU HRÆDDIR VIÐ AÐ TJÁ SKOÐANIR SÍNAR ?
Sæl og blessuð verið þið, sem þetta lesið.
Nú hefur liðið nokkur tími frá því ég skrifaði stafkrók á bloggsíðuna mína.
Það,
að ég ræðst í að skrifa smá pistil einmitt núna eru skilaboð, sem ég fékk í
morgun frá bloggvini mínum.
Þar sem umræddur bloggvinur segir ekkert um það, að ekki megi um hans skilaboð
ræða opinberlega, ætla ég að taka mér það bessaleyfi og gera því smá skil hérna.
Skilaboðin frá honum hljóða þannig:
Kæru bloggvinir,
ég hefi ákveðið að læsa síðunni hjá mér,
það er aðallega út af hræðslu við að fá ekki vinnu hér í Eyjum.
Við búum í svo litlu samfélagi og atvinnurekendur hér eru nokkuð harðir í horn
að taka.
Ég hefi orðið var við það, að bloggið mitt hefur gert usla víða hér í bæ,
meira að segja upp á bæjarskrifstofum.
Þetta er dapurleg og um leið háalvarleg reynsla, sem bloggvinur minn
telur sig hafa orðið fyrir hérna í Eyjum.
Að verða fyrir því að fá ekki vinnu fyrir það eitt að segja sínar skoðanir minnir mig á,
þegar faðir minn sagði mér frá baráttu verkafólks hér í Eyjum í
"gamla daga".
Menn sem tóku virkan þátt í kröfugöngum og kröfðust hærri launa og betra
lífs,
voru oftar en ekki settir hjá, þegar þeir báðu um þá litli vinnu,
sem bauðst á árunum áður, vegna pólitískra skoðana og þátttöku sinnar
í baráttu verkalýðsfélagana hér í Eyjum.
En eitt verð ég að láta fram koma, sem varðar mig sjálfan og það er það,
að þrátt fyrir sterkar skoðanir mínar bæði hvað varðar pólitík og annað það,
sem efst hefur verið á baugi á hverjum tíma hefi ég,
aldrei, aldrei orðið var við né orðið fyrir barðinu á, hvorki atvinnurekendum né
bæjarstjórn þessa bæjarfélags, að ég tel.
Samt er það svo,
að þetta viðhorf sem fram kemur í skilaboðum bloggvinar míns, hefur örlað á
hjá mönnum sem ég hefi rætt við undanfarið, en ég hitti og ræði við fjölda fólks á
degi hverjum.
Þegar talið berst að bæjarstjórnarkosningunum í vor og hvort menn
séu ekki farnir að íhuga framboð, virðist svo,
að enginn sé tilbúinn í þann slag.
Að taka þeirri áhættu að missa" spón úr aski sínum",
eða á annan hátt verða fyrir óþægindum frá samfélaginu með þátttöku í
bæjarmálapólitíkinni hérna í Eyjum virðast menn ekki tilbúnir í.
Ég spyr mig og aðra í lokin:
Getur verið, að einhver flugufótur sé fyrir hræðslu íbúanna hér í Eyjum
við það eitt,
að tjá sig og hafa skoðanir ?
Ef satt reynist er þessu bæjarfélagi veruleg hætta búin og öllum þeim,
sem hér búa.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo sannarlega flugufótur fyrir þessu og hann stór Keli minn.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 15:57
Fór Páll Skevíng ekki yfir til Íhaldsins eftir að hann tók við sem yfirmaður í Fes.Kv úr Grafarholtinu
þorvaldur Hermannsson, 15.3.2010 kl. 02:14
Sammála Rögnu ,ótrúlegar sögur sem ég hef fengið að heyra í gegnum árin og svo er það nú augljóst að hér í bæ fær enginn vinnu á vegum bæjarins nema vera í RÉTTUM flokki . kv .
Georg Eiður Arnarson, 16.3.2010 kl. 08:21
Hef aldrei vitað til þess að það hafi verið öðruvísi í Vestmannaeyjum en að menn mættu ekki segja sínar skoðanir. Því miður
Sigurður Oddur (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:41
Heill og sæll Keli. Ég er viss um að stundum eru menn látnir gjalda fyrir skrif sín og skoðanir, þó það sé kannski ekki í tilfelli bloggvinar okkar eða alla vega vona ég að svo sé ekki.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.3.2010 kl. 21:49
Ykkur sem hafið litið inn og tjáð ykkur þakka ég hér með. Auðvitað er erfitt að trúa því, sem maður hefur ekki sjálfur upplifað. Ekki ætla ég að leggja neinn sérstakan dóm á annarra reynslu, en vonandi verður greinin mín sú arna til þess, að menn líti í eigin barm og leiðrétti kúrsinn ef mönnum finnst þeir hafi borið af leið. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 16.3.2010 kl. 23:45
Eins og alkunna er þá eru til svo margir smá kóngar sem vilja láta láta líta á sig sem hinn eina sanna..þetta sem Helgi er að tala um kemur mér ekkert á óvart, það er til fullt að skítseiðum í Eyjum sem telja sig vera kóngar..kv Ægir.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 17:52
Ætli það megi ekki finna dæmi um þetta en persónulega myndi ég ekki stökkva á ráðningu einhvers sem væri búinn að hrauna yfir mig opinberlega, a.m.k. ef ómaklega væri að því staðið. Ég held að það geti verið snúið að hafa völd í Vestmannaeyjum eins og öðrum sveitarfélögum hvort sem er í formi pólitíkur eða auðs. Orðum fylgja einnig ábyrgð.
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 22:33
Sæll Þorkell, ég þakka þér fyrir að ljá mínum málstað lið, ég get viðurkennt að þessi fullyrðing hjá mér með að fá ekki vinnu vegna skoðana minna, sé svolítið gróf, en hvað á maður að halda, jú eitt gæti komið til greina ,en það er holdafar mitt, en eins og allir sem mig þekkja vita, þá er ég þéttur á velli, en ég reyni að gera allt sem ég get til að láta vaxtalagið ekki byttna á öðrum við vinnu, feitt fólk hefur alltaf fengið vinnu í Eyjum, er það ekki?
Jón Óskari vill ég svara: Það eru allir bloggvinir mínir sammála í því að ég sé mjög varkár í skrifum mínum. Og Jón Óskar, ég ber ábyrgð á mínum skrifum, þess vegna læsti ég síðunni hjá mér.
kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 00:37
Sæll Helgi Þór
Ég var nú að tjá mig almennt en ekki um skrif þín, enda gat ég ekki séð í grein Þorkels hver var málshefjandi. Er alltof latur að koma inná bloggið og lesa en mér fannst þessi umræða svolítið athygli verð og örugglega fótur fyrir því sem þarna er rætt um og í raun einsdæmi að bloggari sjái tilefni til að taka skrif annars bloggara og gera að umræðuefni. Ég sá aðeins skrif Þorkels og athugasemdirnar hér að ofan og var einmitt að reyna að átta mig á því um hvaða bloggara væri verið að tala.
Ég þekki þig nú aðeins af sóma einum saman Helgi og það var ekki ætlun mín að dæma skrif þín á nokkurn hátt, síður en svo.
Bestu kveðjur
Jón Óskar
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.