18.5.2010 | 12:57
HALLÓ, HALLÓ BÆJARSTJÓRN Í VESTMANNAEYJUM ?
Eyjarnar þaktar snjó, en núna öskugráma.
Það virðist sem svo að Eyjamenn séu algjörlega sofandi og þar fer bæjarstjórnin
fremst í flokki.
Nú hvað er að?
Horfið út og sjáið hvað ég á við.
Öskurykið er hérna allsráðandi og ég spyr ?
Eru bæjarbúar ánægðir með ástandið?
Það er engin kengur í bæjarstjórninni hérna í Vestmannaeyjum því ekkert , eða
nánast ekkert er gert til að þrífa bæinn eftir að hér rigndi ösku fyrir helgi.
Þrír, fjórir sóparabílar að láni frá fastalandinu og fólk á atvinnuleysisskrá ræst út
með kúst og hjólbörur gætu gert mikið í að losna við öskuna sem núna þyrlast
um allt.
Ég lýsi eftir aðgerðum bæjarstjórnar hér í Vestmannaeyjabæ
og það strax.
Það þýðir lítið að koma fram á fjögra ára fresti og lýsa því fjálglega, hversu frábært sé
í Eyjum að búa, ef enginn vilji er fyrir hendi hjá því sama fólki, að taka til hendinni
eins og ástandið er einmitt núna, þegar bærinn okkar er vægast sagt undirlagður
öskuryki sem allstaðar smýgur inn.
Bærinn er í einu orði sagt,
subbulegur.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló halló, ég veit nú ekki betur en að það sé bara verið að reyna að þrífa bæjinn af bestu getu.. Hvernig í óskuponum vilt þú eigilega að hann verði þrifinn?!
Birkir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 19:24
Ég veit ekki betur en að það hafi verið fengin öflug tæki ofan af landi til að þrífa, fólk var kallað fyrr út í sumarstörf til að byrja hreinsunarstörf og svo eru öll tæki í eyjum í gangi, bæði hjá slökkviliðinu og flugvellinum auk þess sem að það sé gott samstarf við björgunarsveitina um aðstoð við þrif
Mér finnst bara mjög vel að þessu staðið hjá þessu fólki.. það þýðir lítið að bölmóðast út í öskufall..
Ólafur (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 20:10
Strákar mínir. Það er hið besta mál að menn séu vakandi í bæjarfélaginu okkar og það leyfi ég mér að vera.. En blessaðir verið þið ekki svona hvumpnir drengir góðir þó ég reki aðeins á eftir bæjaryfirvöldum. Eru menn kannski hræddir við það, að gullhringirnir detti af meirihluta bæjarstjórnar, svona rétt fyrir kosningar?
Þorkell Sigurjónsson, 19.5.2010 kl. 20:40
fyrirgefðu keli minn en hverju í veröldinni þarftu að reka á eftir fleiru? viltu kanski að elliði mæti sjálfur með tannburstan sinn að skrúbba hjá þér gangstéttina til að þú verðir sáttur??? ég held þú ættir að sjá sóma þinn í að draga þessi ummæli til baka og jafnvel biðjast afsökunnar. því mér og fleirum, ef ekki bara flestum eyjamönnum finnst undravert hversu vel er unnið að hreinsunarstörfum hérna. það eru allir á fullu og verið að bæta við vinnu á fólk til að þrífa og allir sjálfboðaliðar eyjarinnar hamast við að leggja hönd á plóg... hristu nú öskufallið úr augunum á þér elsku vinur minn og endurskoðaðu afstöðu þína
Gunnar Friðberg (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.