ÆTLAR D-LISTINN Í EYJUM AÐ STANDA VÖRÐ UM PERSÓNUNJÓSNIR ?

 

 

297925A

 

Eitt vinsælasta slagorð sem einn af þremur flokkum,  sem bjóða fram til

bæjarstjórnar í Vestmannaeyja eru þessi:

"Stöndum vörð um Vestmannaeyjar" og svona áfram þ.e.a.s.

"stöndum vörð um um efri árin"

"stöndum vörð um lífæðina, Vestmannaeyjahöfn"

"stöndum vörð um sannleikan"

"stöndum vörð um rétt einstaklingsins" og margt annað um, "að standa vörð" um

þetta eða hitt. 

 

Því varð ég hvumsa, þegar mér var það sagt,  að þetta ágæta framboð ætlaði

einnig að sanda vörð um alla þá sem ætla að kjósa á morgunn.

Þ.e.a.s.  þeir verða með fólk í kjördeildum á morgunn og skrifa þá niður sem koma

og kjósa.

Satt best að segja þá finnst mér nú þetta slagorð þeirra "að standa vörð" sem óspart

þeir nota í blöðum sínum og pésum núna fyrir kosningar,

 vera farin að ganga nokkuð langt  ef raunir er sú, að þeir ætli "að standi vörð í

kjördeildum á morgunn og skrá niður nöfn þeirr sem kjósa.

 

Persónunjósnir og hreinan kommúnisma hefði íhaldið kallað það á dögum kalda

stríðsins.

Það er auðvitað með öllu ólíðandi að slíka njósnir skulu gerðar inni í kjördeild,

og það af þeim flokki, 

sem lengst af hefur kennt sig við lýðræðisást og frelsi einstaklingsins.

Ekki man ég betur en ungir sjallar í Reykjavík hafi gengið berserksgang,

þegar skattskráin kemur út í Reykjavík og segja þá,

að það séu persónunjósnir að birta þar, 

 hvað menn bera í skatta.

 

Kannski verður það þannig fyrir rest,

að þessi sami flokkur "vilji standa vörð við hliðina á okkur",  

svo við krossum á réttan stað,

að þeirra mati,  hver veit?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband