D-LISTINN Í VESTMANNAEYJUM ER FALLINN ?

 

 

myndoskarsafstalin

 

Nú nú,  hvað er nú á seiði þarna í Eyjum í dag?

Enn og aftur hefur Sjálfstæðisflokkurinn tvo njósnara í kjördeildum hér á

kosningadag. 

Þegar ég mætti á kjörstað til að kjósa áðan,

sátu velþekktar konur úr flokksstarfi íhaldsins hér í dag,

  sem höfðu það hlutverk að merkja við þá sem komu til að kjósa.

Ég bað þessar ágætu konur að víkja frá meðan ég neytti kosningaréttar míns og

og gerðu þær það góðfúslega.

En,  satt best að segja "brá mér nokkuð í brún" ,   þegar inn var komið til að kjósa, því

það var ekki nóg að þessar prúðbúnu og nytsömu sakleysingjar væru með sínar

spjaldskrár frá þeim í Ásgarði,

heldur sátu þrjár myndarlegar konur við háborðið, 

sem voru þarna fulltrúar kjörstjórnar og svo sem ekkert nema gott um þær að segja,

nema það að ein af þeim var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu

bæjarstjórnarkosningum  og svo önnur sem er mágkona Elliða bæjarstjóra.

Og hvað var það sem flaug í gegnum huga mér,

hér vantaði ekkert í þessa mynd annað en það,  að bæjarsjórinn sjálfur sæti á milli

kvennanna tveggja úr kjörstjórninni og þannig

 vel  getað ímyndað mér að ég væri mættur þarna í Ásgarð,

félagsheimili Sjálfstæðisflokksins hér í bæ til þess að taka þátt í prófkjöri flokksins.

Því segi ég það,

 að Sjálfstæðisflokkurinn hér í Eyjum er kolfallinn

í mínum huga og hefur með sínum persónunjósnum algjörlega fallið á

því siðgæðisprófi,  sem við kjósendur gerum til 

flokkanna sem eru í framboði hérna í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 249665

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband