MINNING UM MANN, BJÖRN ÍVAR KARLSSON LÆKNIR FRÁ EYJUM.

 

 

img073
Útför Björns Ívar Karlssonar skurðlæknis fór fram í kyrrþey í Landakirkjunni,

þann 29. júlí s.l.

Ekki gat ég verið við útför mágs míns og vinar.

Björn var í sambúð við systir mína, Sigríði Þórönnu Sigurjónsdóttur og áttu þau

saman soninn Karl Björnsson.

Sigríður lést um aldur fram aðeins tvítug að aldri og var þá sonur þeirra Karl

tveggja ára gamall,  árið 1964.

Við Björn áttum eitt sameiginlegt áhugamál  ef svo  mætti að orði kveða,

en það var að báðir vorm við góðir liðsmenn Bakkusar konungs.

Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar Björns lengi vel um að hann skyldi aldrei

nei aldrei,  hvorki reykja né bergja áfenga drykki,  þá fór það nú á annan veg.

 

Ýmisslegt gæti ég tínt úr sarpi minninganna um það sem við Björn brölluðum,

þegar sá gállinn var á okkur,  en það bíður um stund.

 

Björn Ívar var skurðlæknir hér í Eyjum til margra ára og var mjög fær á því sviði.

Til gamans,

  þegar hann var að læra fór ég í eitt skipti til hans til að láta hann taka smá

húðsepa á handarbaki mínu.

Kannski ekki nauðsynlegt,  en Björn vildi endilega æfa sig á mér og skera

sepann burtu.

Allt gekk það nú eins og hans var von og vísa,  en ég var glansvakandi og

horfði á Björn fara fimlega með hnífinn,  en mér varð svo um,  að það ætlaði að

líða yfir mig.

Björn sá hvað verða vildi,  að ég var að líða útaf og gerði sjálfsagt það eina rétta,

hann skvetti smá lögg úr vatnsglasi framan í mig og við það hresstist ég.

Við gerðum stundum seinna grín okkar í milli að þessu litla atviki og vorum

sammála um,  að slíkar aðfarir væru ekki við hæfi á aðra sjúklinga.

 

Nokkrar myndir sem ég birti hérna eru úr lífi Björns Ívars vinar míns og sýna þær að

hann kom víðar við en við skurðarborðið.

 

Björn og Helga
Björn Ívar ásamt seinni konu sinni
Helgu Jónsdóttir.

 

Björn og synir
Karl og Snorri synir Björns.

 

img069
Sigríður Þ Sigurjónsd. fyrri kona Björns ásamt Karli syni þeirra 8 daga gömlum.
Í dag er Karl starfandi læknir hérna í Eyjum.

 

Untitled
Björn var klókur og góður skákmaður.

 

Kindurnar hans Björns
  Björn m.a. átti nokkrar rollur,  sem honum þótti gaman að stússast
i kring um.

 

Björn í lunda
Í lunda fór hann þegar færi gafst.

 

Helga og Björn á heimlei úr úteyjum
Úteyjarlífið heillaði Björn.  Hér er hann ásamt Helgu að
koma heim úr úteyjum.

 

img071
Þessi var notaður í Reykjavík á námsárunum.

 

img072
Feðgarnir, Karl og Björn Ívar við Tjörnina í Rvk.

 

Snorri og Björn
Feðgarnir Snorri og Björn Ívar tilbúnir í slaginn.

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband