HÚS Í HIMNARÍKI ERU MEÐ STRÁÞAKI ?

 

 

jan07_040

 

 

Nú hugsa Eyjamenn og aðrir þeir,  sem lesa fyrirsögn þessa bloggs,

jæja,  nú er karlugglan hann Keli búinn að tapa glórunni!

 Nei,  kannski ekki alveg,  því fyrir ári síðan bloggaði ég hér á síðunni um draum,

sem mig dreymdi og bar yfirskriftina;

"Fékk ég að skyggnast yfir í annan heim?

Þar segi ég frá ferð minni til himnaríkis og hvað ég sá og upplifði þar.

Að vonum var ég auðvita ekki alveg viss í minni sök,  að ég hefði raunverulega

komist yfir í annan heim,

en nú er ég ekki lengur í neinum vafa um það,eftir að hafa lesið nýútkomna bók sem

heitir Sumarlandið,  og lýsir andláti og

endurfundum látins fólks í gegn um miðil.

Í draumi mínum sem ég sagði áður frá kemur fram að ég ferðaðist með "apparati"

eins og ég kallaði það í blogginu og var kassalaga og með tækjum, 

sem ég ekki bar skyn á og annar stjórnaði.

Með þessu "apparati" flaug ég á annan stað frá staðnum sem ég kom fyrst á,

en þar þóttist ég geta náð fundi foreldra minn.

Það skynjaði ég í draumi mínum að foreldra mínir byggju í nýju húsi og það sem mér

þótti skrítnast og svolítið ankanalegt, þegar ég vaknaði og fór að hugsa um drauminn,

 að þá var húsið þeirra með

stráþaki. 

 

 Nú vík ég sögunni að bókinni,  Sumarlandið þar sem miðill ræðir við,

Svein nokkurn Sveinsson,  sem lést árið 1992.

Þar segir Sveinn frá ferðamáta þeirra í Sumarlandinu (himnaríki)!:

Gangandi ? Nei ! Við erum ekki á hestum.

Við förum bæði gangandi og svo

"förum við stundum í einskonar þyrlu. Þeir skutla okkur. "

Í framhaldi af þessu segir svo Sveinn frá,  að hann hafi byggt sér hús,

og segir svo:

 

Mér hefur stundum dottið í hug,  að það gæti verið gott að fá járnplötur til þess,

að setja á þakið!

Nei!  Það er lagt með vissum gróðri á þakið.

Það er eiginlega laufblöð.

Þessi stóru blöð vaxa hérna í vötnunum inni á hálendinu.

Svo lætur maður þau liggja í sólinni dálítinn tíma,

þangað til þau hafa þornað.

Þá er þeim raðað á þakið og það rennur af þeim.

Og þá kemur næst,  svo þetta virkar eins og bárujárn.

Þar hafið þið það, 

 eins og ég sá í draumi mínum var  þakið á húsi

foreldra minna, með stráþaki,   eins undarlegegt og fáranlegt, sem mér fannst það í

draumnum.

Hvernig í ósköpunum  gat ég vitað þetta,  hvernig þeir ferðast ogsérstaklega,

að þeir í Sumarlandinu eru með stráþök

 á húsum sínum!

En núna er þetta fyrir mér,

 bláköld staðreynd og ekki lengur neinn vafi í mínum huga,

að,

ég fékk að skyggnast inn í heim þeirra látnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband