HITLER VAR ÓSKABARN Á SÍNUM TÍMA.

 

 

hitler 
Hitler og hans frauka.

 

 

 

 

 

Þegar ég sé rætt eða ritað um Hitler  kemur ávallt upp í huga mér,

spurningin;

  Hvernig gat Hitlersupplifunin orðið eins og raunin varð.

Hitler gat ekkert aðhafst án samstarfs og stuðnings,

þjállar og undirgefni milljóna manna,  það er alveg á hreinu.

Þýska þjóðin hlýtur þar að bera feiknalega ábyrgð á,   eins og helförinni.

Slíkt má einnig segja um stærri hópa,

sem kallast mennskir menn.

Það var samvitund fólksins,

sem undirbjó frjóan akur fyrir viðgang nasistahreyfingarinnar og Hitler greip

tækifærið,  en einn og sjálfur bjó hann það ekki til.

 

Mannkynið leyfði Hitler að framkvæma óhæfuverk sín  og í því

sambandi vekur það undrun mína,

hversu margir fylgdu Hitler og hans nótum,

horfðu bara á,

 eins og það að útrýma milljónum gyðinga.

 

Það dapurlega er,

að Hitler var skapaður,  ef svo má að orði komast,

af okkur mönnunum og það var ekki fyrr en seint og um síðir að veröldin komst,

að þeirri niðurstöðu,

að Hitler hafði rangt fyrir sér.

Þjóðir heims lögðu nýtt mat á hverjar þær eru,  og hverjar þær kjósa að vera og

þá fyrst fór að halla undan fæti fyrir nasistum.

Meira að segja hér á Íslandi náðu Hitlerssinnar ,

þó nokkrum tökum á okkur hérna á klakanum.

Sagt var að það fólk sem lét helst tilleiðast og sýndi það í verki,  sérstaklega í

Reykjavík,

hafi að mestu leiti komið úr röðum þeirra sem andsnúnastir voru kommúnistum.

Hér í Eyjum buðu nasista fram í einum bæjarstjórnakosningum og fengu

hálft hundrað atkvæða. 


mbl.is Lífvörður Hitlers hættur að svara aðdáendabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fólk átti engan annan valkost.

Þýski byskupinn Martin Niemöller var kafbátsforingi í fyrri heimstyrjöldinni. Hann var mjög gagnrýninn á uppgang nasista. Í einni af bókum sínum segir hann eitthvað á þessa leið: fyrst tóku þeir kommanna, eg var ekki kommi og mótmælti ekki. Þeir handtóku hommana en ekki mótmælti eg því hvorki er eg hommi. Síðan tóku þeir  Gyðingana og síðar sósíaldemókratana, eg var heldur ekki einn af þeim og mótmælti því ekki. Þegar þeir tóku kaþólikkana mótmælti eg ekki heldur því eg var ekki kaþólskur.

Svo þegar þeir handtóku mig, þá var enginn eftir til að mótmæla!

Þýska nasistaríkið var martröð fyrir þjóðina og eiginlega allan hinn frjálsa heim. Öll gagnrýni og frjáls hugsun var barin miskunnarlaust niður. Hver sem vildi gera annað en nasistarnir vildu, voru fangelsaðir og jafnvel drepnir.

Mjög dapurlegt er að til sé fólk sem jafnvel eru að sverma fyrir þessum tímum. Þeir gera sér líklega ekki grein fyrir þessari meinloku.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 18:15

2 identicon

,,Þýska nasistaríkið var martröð fyrir þjóðina og eiginlega allan hinn frjálsa heim. Öll gagnrýni og frjáls hugsun var barin miskunnarlaust niður. Hver sem vildi gera annað en nasistarnir vildu, voru fangelsaðir og jafnvel drepnir.'' Guðjón Sigþór Jensson

Vissiru að það er bannað samkvæmt lögum, í evrópusambandsríkjum og víða, að véfengja sögubækurnar (skrifaðar af sigurvegaranum, og flestar skrifaðar af ör fáum mönnum), og rifja upp stríðsglæpi bandamanna, og fyrir kennara að leyfa umræðum og vangaveltum um jú.... bankar og fjólmiðlar á þessum tímum voru allflestir í eigu gyðinga og vissulega væri lítið mál fyrir þá að búa til helför sér í hag.... og samúð umheimsins sem þvingaði þjóðverja til að greiða himinháar stríðsbætur til gyðingasamfélagsinns og þvingaði palestínu af sinni jörð? 

En allavega veit ég ekki hvað gerðist þar því ég var ekki þar.. enda ekki einusinni glampi í augum föðursmíns ... það gerðist allt mikklu seinna ..... en núverandi lög um þagnarbindini í þágu einhverja sem settu þessi lög í súpuna??????    einginn veit því það má ekki spurja.

GunniH (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 20:41

3 identicon

Nasisminn og hans verk er einn af smánarblettum mannkyns. Mannkynið er enn jafn vanþróað og það var fyrir þúsundum ára á mörgum sviðum. Það siglir hægt og rólega að endalokunum sem verða innan næstu 100 ára. Ef ekki með stríðsátökum þá með það miklum breytingum á lífríki jarðar að mannkyn í núverandi mynd þrífst ekki. Það þarf engan snilling til að sjá það og hvernig staða jarðar er í dag.

Sveinn (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 22:49

4 identicon

Ég ráðlegg fólki sem vill láta taka sig alvarlega, að vera ekki of mikið að diskútera hluti sem það veit nákvæmlega ekkert um. Sá sem trúir skýringunum á yfirborðinu fyrir því sem virðast vera nánast óútskýranlegir hlutir, hann lítur út fyrir að vera mjög treggáfaður og vitlaus. Ef þið viljið vita sannleikan, ekki opna næstu sagnfræðibók sem fæst í næstu bókabúð, eða spyrja grunnskólakennara að þessu. Það eru hinar furðulegustu skýringar á hinum furðulegustu málum, og það fær þær enginn ókeypis eða fyrirhafnarlaust. Þeir sem þykjast vita það sem þeir vita ekki. Þeir fá aldrei að vita.

Guð blessi minningu fórnarlambanna.

Carl (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 20:08

5 identicon

Alltaf fundist skrítið að sumir hata nazisman en er alveg sama þótt að fólk gangi um í fötum með sovíet merkinu.. Yrði allt vitlaust ef ég færi að ganga um í bol með nazista merkinu.. Þótt að nazistar drápu um 22 milljónir manna þá drap Stalín 46 milljónir og Lenín 4 milljónir og þetta finnst fólki allt í lagi? Hvað þá bara kommúnisman yfirhöfuð http://www.hawaii.edu/powerkills/COM.TAB1.GIF ?

Anon (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 249604

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband