31.1.2011 | 17:09
EKKI VERÐUR FEIGUM FORÐAÐ, NÉ ÓFEIGUM Í HEL KOMIÐ.
Jón hét maður Guðmundsson bóndi og staðarhaldari gistihússins Valhallar að
Þingvöllum.
Jón rak búskap á Brúnastöðum í Þingvallasveit.
Þar átti Kjarval listmálari athvarf í allri sinni fátækt, á árunum um miðja síðustu öld
með fæði og húsnæði, þegar hann var að mála.
Nú segir frá því, að þessi ágæti bóndi, sem gerði svo vel við Kjarval, að honum
tæmdist arfur, en bróðir hans Kjartan Guðmundsson ljósmyndari hér í Eyjum
til margra ára, lést.
Kjartan var einhleypur og barnlaus.
Þurfti Jón nú að fara til Eyja ásamt tveimur bræðra sinna, að vitja um arfinn.
Því erindi luku þeir á skömmum tíma og kom að því að þeir skyldu fljúga til baka.
Áætlað var að flug yrði seinni hluta dags kl. 17.00
Þetta var 31.janúar 1951.
Þetta síðdegi, rétt áður en flogið skyldi var skollið á útsynnings bylur með fúlum
éljum.
Annar flugmaðurinn á Glitfaxa var sonur, Jóhanns Þorkels Jósefssonar alþ.m. okkar
Eyjamanna og var Jóhann einnig ráðherra á þessum tíma.
Gerði Jóhann tilraun til að láta loka flugvellinum hér í Eyjum, en tókst ekki.
Bræður Jóns Guðmundssonar tóku sér far með vélinni, en Jón sagði einfaldlega:
Mér dettur ekki í hug að fljúga í þessu veðri.
Vélin sem var af Dakota gerð og bar nafnið Glitfaxi var með 20 manns innanborðs,
sem allir fórust í slysi þessu.
En fleiri tengdust þessu ömurlega slysi og var það Ólafur nokkur Jónsson frá
Norður-Hvammi í Mýrdal, sem einnig fórst í þessari örlagaríku ferð.
Það sérstæðasta var að Ólaf dreymdi ítrekað drauma áður en fór til Eyja,
sem hann sagði frá:
Mig dreymdi, að ég stóð hjá húsi og var bjart allt umhverfis mig.
Spölkorn framan við mig var kolsvartur þokuveggur.
Út úr þokuveggnum gekk vinur minn sem þá var látinn og sagði:
Jæja, Ólafur minn.
Ég er kominn til að sækja þig.
Ég sagði:
Dettur þér í hug að ég fari að ganga inn í þessa dimmu með þér?
Þá sagði vinur minn. Þér þýðir ekkert að hafa á móti,
því ég er kominn til að sækja þig.
Ólafur þessi flaug svo til Vest.mannaeyja og frá Eyjum aftur þann 31. janúar,
örlagadaginn mikla.
Ólafur ætlaði sjóleiðina frá Eyjum en þar, sem svo vont var í sjó,
tók hann sé far með Glitfaxa.
Glitfaxi hefur aldrei fundist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðleg lesning hjá þér Þorkell eins og jafnan áður. Sá Ólafur Jónsson, sem þú segir frá, er ömmubróðir minn, bróðir Guðrúnar S. Jónsdóttir frá Fagurhóli. sem lést árið 1957. Þetta hörmulega slys var mikið áfall fyrir ömmu mína og alla í okkar fjölskyldu.
Hermann Kr. Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:39
Þakka innlitið og góð orð í minn garð, Hermann. Ég man vel eftir ömmu þinni og afa Hermann, sem bjuggu í Fagurhóli. ´Þegar ég átti heima í Ártúni við Lautina var maður, sem grár köttur á öllu miðsvæðinu í kring um Lautina. Til gamans má einnig greina frá, að afi minn Sigurður Jónsson byggði á sínum tíma húsið Fagurhól. Hann lést 1914, þá frá fjórum börnum. Faðir minn, Sjonni bílstjóri var elstur systkinanna, aðeins 5 ára. Sjonni og faðir þinn hermann, voru miklir vinir á sínum sokkabandsárum. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 1.2.2011 kl. 05:38
Takk fyrir kveðjuna. Já, hún er ákaflega sterk og góð minningin frá æskuárunum í miðbænum gamla með Lautina sem miðpunkt leikja og lífsgleði. Mikið áttum við gott að geta alist upp við þessar aðstæður, fyrir tíma sjónvarps, tölva og annars þess sem nú dregur svo mörg börn og unglinga frá heilbrigðum leikum og útiveru. Fagurhóll er mér mjög kær en þar í agnarlítilli kjallaraíbúð bjuggu afi og amma og þangað kom maður minnst einu sinni á dag. Amma var Mýrdælingur og afi Vopnfirðingur og mikið var gaman í landlegum og öðrum frídögum þegar kjallarinn í Fagurhóli fylltist af Mýrdælingum og Vopnfirðingum sem hér voru hér á vertíð. Maður sat opinmynntur og með eyrun teygð til þess að drekka í sig það sem fram fór. Þorkell, þetta voru sælutímar.
Hermann Kr. Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.