BURTFLUTTUR LISTAMAÐUR FRÁ EYJUM.

 

 

Einn af mörgum listamönnum sem fæðst hafa hér í Eyjum og fluttist ungur á

fastalandið, 

er Áki nokkur Gränz.

Áki Gränz 
Áki Gränz listamaður.

Hann er bróðir Ólafs heitins Gränz 

sem lengst af átti heima í Jónsborg við

Heimatorg, 

 en eins og flestir vita hvarf það undir hraun 1973.

Áki sem er fæddur hér í Eyjum 1925,   býr nú í Ytri Njarðvík.

Hér segi hann stuttlega frá því þegar hann var  í skóla í Vestmannaeyju:

Ég hafði gaman af að teikna í skólanum í Eyjum.

Það voru gríðarleg þrengsli og margir í teikninámi.

Halldór Guðjónsson skólastjóri vildi ekki leyfa mér að vera í teikninámi.

Hann sagði að ég þyrfti ekki á því að halda og betra væri að einhverjir aðrir kæmust

að.

Þeir gáfu mér síðan alltaf 9,8 í einkunn í teiknun og ég fékk aldrei neina kennslu

Seinni hlutann í Iðnskólanum var Engilbert Gíslason kennari.

Foreldrar mínir vildu koma mér í eitthvað nám og þegar þau fluttu úr Eyjum

1942 til Selfoss var sjómennska,  eða iðnnám það sem hægt var að velja á milli.

Ég greip því tækifærið og fór á samning hjá Engilberti.

Hjá Engilbert lærði ég sérhæfingu sem heitir að oðra.

Þetta er gömul handiðn,  iðkuð fyrr á öldum hér á Íslandi og víðar.

Að oðra felur í sér að mála ýmsar viðartegundir og marmara.

Húsgögnin í þá daga voru smíðuð úr furu,  síðan voru þau máluð og loks voru þau

skreytt með þeim viðartegundum sem fólk óskaði eftir.

Það gat verið hnota,  eik, eða mahóní.

Mestur minn námstími fór í þetta.

Fólki fjölgaði alltaf mjög mikið á vertíðinni í Eyjum og sjómenn keyptu oft húsgögn

af smiðum og sendu þau til oðrunar á verkstæðið til Engilberts.

Engilbert hafði lært í Kaupmannahöfn ásamt Ásgrími Jónssyni listmálara.

Þeir unnu saman á verkstæði þar í borg og voru báðir í myndlistaskóla þar fyrir utan.

Áki
Mynd eftir Áka.

Ég vann við oðrun í fjögur ár.

Þegar foreldrar mínir fluttu úr Eyjum 1942 vildi ég ekki fara með þeim því

íþróttastarfsemin hélt fast í mig.

Ég keppti á mótum og fór í keppnisferðir,  þar á meðal í bæjarkeppnir,  og keppti einnig

á Íslandsmótum á Melavellinum.

Eitt sinn keppti ég við Gunnar Huseby í sleggjukasti og sigraði hann.

Ég átti jafnframt drengjametið í sleggjukasti lengi.

Þingvellir ári 1000 Áki
Þessi mynd eftir Áka er svo raunveruleg að engu líkara en Áki hafi verið
viðstaddur kristnitökuna á Þingvöllum ári 1000.

Í Reykjavík fór ég til að vinna og var oft beðinn að skreyta hús,  jafnvel fyrir aðra

málarameistara.

Mér er minnistætt að í Búnaðarbankanum þurfti ég að mála doppur á stærð við

tíeyringa gegnum skapalón upp eftir öllum veggjum.

Eina nóttina vorum við að mála veitingastað í Hafnarstræti eftir lokun.

Ég labbaði að Ísafold og fór að skoða í bókagluggann.

Kom þá maður að baki mér og fór að benda á bókarkápurnar og ræða um þær.

Þetta var Kjarval sjálfur og við áttum mjög skemmtilega stund þarna.

Ég sé eftir að hafa ekki farið með honum þangað sem hann bjó,  en það var þarna rétt

hjá.

Ég hitti hann  aftur síðar og mundi hann vel eftir þessu atviki um nóttina

Á þessum tím var ég svolítið að fikta við að mála vatnslitamyndir.

Eldgos Áki
Mynd eftir Áka af eldgosinu í Heimaey 1973.

Í dag er Áki orðinn 86 ára gamall og býr á heimili sín í Ytri Njarjaðvík.

Þrátt fyrir háan aldur er Áki karlinn eldhress.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband