2.6.2011 | 14:44
JÓNAS HALLGRÍMSSON Í ALLT ANNARRI MYND !
Enginn þarf að velkjast í vafa hver þessi maður
er, Jónas Hallgrímsson ljóðskáldið ástsæla.
Þegar ég var ungur og var í skóla, þótti sjálfsagt að læra kvæðin hans Jónasar.
Hvernig maður hann var í raun fór nú fyrir ofan garð og neðan, nema myndir hér á
blogginu var eina vísbending um útlit mannsins.
Það sem mér varð fljótlega ljóst, að Jónas átti við áfengisvandamál að stríða,
var alkahólisti eins og við segjum í dag.
Samkvæmt lýsingu sem ég fann um Jónas, var hann meðalmaður á hæð og
limaður vel.
Vel réttur í göngu, herðamikill, nokkuð hálsstuttur og höfuðið heldur í stærra lagi.
Jarpur á hár og með karlmannlegt andlit, beint nef, kinnbein hans há,
munnurinn fallegur og varir mátulega þykkar.
Stóreygur og móeygur.
Þannig hljóðar lýsing á Jónasi Hallgrímssyni og má af henni sjá, að maðurinn hefur
verið hinn vörpulegasti.
Í kvæðinu "Ferðalok" segir Jónas frá ástinni sinni og man ég það svo vel,
að kennarinn minn í barnaskóla var mjög hrifinn af kvæðinu.
Það eitt man ég úr kvæðinu og segir;
"Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega;
brosa blómavarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr."
Þannig var Jónas ofar öllu öðru og einnig veraldavafstri og ég tala nú ekki um ástina,
sem hann orti svo yndislega um.
Því var það að mig rak í rogastans, þegar ég las bréf, sem stílað var á
skólafélaga hans, Stefán Gunnlaugsson bæjar og landfógeta.
Þar leitar Jónas á náðir fógetans og biður hann ásjár í vandræðum sínum.
Fer tilskrifið hér á eftir:
Þú þekkir þessa kerlingu - Þóra heitir hún, vitlaus að ég held, og hefur brókarsótt
og situr um mig nótt og dag, úti og inni, svo ég hef aldrei frið og er hér eins og í helvíti.
Nú get ég svarið við æru mína og við guð, ef þess er krafist, að ég hef aldrei í orði
né verki gefið henni tilefni til þessarar aðferðar, en ég hef heyrt, að meðan ég lá veikur
hafi hana dreymt ég myndi lifna við aftur, og verða seinni maðurinn sinn.
Þetta er eins og þú sérð sjálfur óþolandi; hún hafði hægt á sér um stund,
en er nú aftur allt í einu orðin meir en óþolandi; ég verð að þekja fyrir gluggann minn,
svo að ég skuli ekki allan daginn þurfa að sjá í þessa svívirðulegu og
afgömlu pútuaugu. - Ég vildi þú værir stundarkorn kominn í minn stað,
svo þú gætir séð hversu réttlátt það er,
að pólitíið trassar fyrstu skylduna sína; að vernda saklausa borgara.
Guð veit,
ég er saklaus, og hef nú orðið að þola þessa svívirðu á þriðja ár.
En þolinmæðin er þrotin;
ef ég í bræði minni rek stein eða spýtu út um rúðuna í kjaftinn á henni, þá verð
ég sektaður.
Þinn Jónas Hallgrímsson.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 250872
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.