5.6.2011 | 13:25
Í TILEFNI DAGS SJÓMANNA.
Hér má sjá þann sómadreng, Ella-Berg.
Við byrjuðum á línuvertíðinni frá Sandgerði, og höfðum aðstöðu í verbúð hjá
Haraldi Böðvarssyni & Co.
4 menn voru í landi og komu þeir með beitta línuna um borð, en 7 menn voru
svo á sjónum, sem kallað var
Landmenn og sjómenn unnu svo að því að ganga frá aflanum um borð, en síðan var
siglt til Reykjavíkur til losunar.
Er netavertíðin hófst í Vestmannaeyjum, var haldið til Eyja á netavertíðum þar lauk
um 10. maí.
Aflahrotan var þá vanalega um páskaleytið, m/s Ágústa var 37 tonn og einn stærsti
báturinn í Eyjum, árið 1929 og flaut ekki að bryggju með fullfermi, enda umsetið
hvert bryggjupláss og enginn tími mátti fara í bið, svo hægt væri að draga netin
næsta dag.
Við komum með fullan bátinn í lest og á dekki í um það bil heila viku,
og lá þá Ágústa útá legunni, og var skipað upp í uppskipunarbáta sem við svo
þurftum að losa úr upp á bryggju.
Við áttum netin nokkru fyrir vestan Þrídranga, og var keyrslan í land ekki nema
1-1 1/2 klukkutími, og hvíldin því ekki meir en 3 til 4 tímar á sólahring á meðan
á aflahrotunni stóð.
Þá kemur að því, að aflahluturinn fyrir línu og netavertíð,
árið 1929 varð 760. oo krónur, sjö hundruð og sextíu kr.
Fimmtíu árum seinna,
árið 1979 kostaði ein skósvertudós þessa sömu upphæð.
Ein skósvertudós árið 1979 á verðgildi vertíðarhluta ári 1929.
Hér er greinilega tími páskahrotunnar í Eyjum, fyrr á árum.
Glaðhlakkalegir sjómenn, þeir Grétar og Hafsteinn .
Sjómenn,
til hamingju með daginn.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 250624
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Þorkell; æfinlega !
Þakka þér fyrir; þessi skemmtilegu minningarbrot.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.