ÆTLAÐI TIL ÁSTRALÍU, EN HAFNAÐI Í EYJUM.

 

 

 

img121
Í tilefni dagsins.

 

 

 

 

 

 

Árið 1920 þá um veturinn hugði Sigurður nokkur Haralz á langferð,  eða til Ástralíu.

 

Atvikin höguðu því nú samt þannig, 

að Sigurður varð fyrir óhappi á togara,  sem sigldi til Englands,

en það átti að vera fyrsti áfangi hans til Ástralíu.

Sigurður réð ekki við stýrishjólið,  sem kastaði honum snöggt og af svo miklu afli,

að lappirnar strukust við brúarloftið og lenti með höfuðið á pallbrún og skarst á höfði,

og var sá skurður illur viðureignar.

 

 

Nú tóku þeir á togaranum það ráð,  að fá skipstjórann á Þór til að taka mig yfir til sín,

en veður var þá vont.

Þeim á Þór tókst ætlunarverkið við illan leik.

Ég látinn síga  ofan í smábát eins og mjölpoki og töskurnar á eftir.

 

Sigurður Haralz
Sigurður Haralz.

 

 

 

 

Eftir tveggja daga veru um borð í Þór,

vildu þeir losna við mig í land og var þá settur öðru sinni í smábát,  ásamt töskum

og póstpokum,  sem Þór hafði tekið í Reykjavík,  en ekki fengið tækifæri til að koma

þeim af sér,  fyrr en nú.

 

 

Nú var róið af stað og gekk sæmilega,  þar við tókum land við Eiðið.

Enn í dag veit ég ekki nákvæmlega hvað skeði.

Báturinn fór á hliðina og allt sem í honum var fór útbyrðis,  menn og farangur.

Ég var svo máttfarinn af blóðmissi og gat ekkert gert mér til bjargar,  þegar brimið

fleygði mér fram og til þarna í flæðarmálinu.

 

 

Loks tókst snarmenni einu,  að seilast í mig.

Sá maður hét,  Árni Johnsen úr Eyju,  en ég er víst ekki eini,

sem hann hefur bjargað frá drukknun.

 

Árni Johnsen á efri árum
Árni Johnsen kominn á efri ár.

 

 

 

 

 Á sjúkrahúsinu í Eyjum var mér vel tekið af

Halldóri Gunnlaugssyni héraðslækni.

 

1962_b_331_A
Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir.

 

 

 

 

 

Það fyrsta sem læknirinn gerði var að taka umbúðirnar af höfði mér,

og hreinsa sárið.

Svo var ég settur í í rúm og leið ekki illa.

Um miðnætti vaknaði ég og var þá óður af kvölum.

Þá birtist,  Rannveig Helgadóttir hjúkrunarkona og gaf mér morfínsprautu.

Þá leið mér vel,  þegar morfínið fór að virka.

 

 

 

Nokkrir útlendingar  voru á sjúkrahúsinu þarna í Eyjum,

og hafði ég nokkur samskipti við þá,  þann tíma sem ég var undir handarjaðri,

Halldórs Gunnlaugssonar læknis.

Halldó var skemmtilegur maður,  og drengur var hann af bestu gerð.

Það sagði Halldór mér,

að Englendingar væru manna rólegastir og undarlega seigir með að harka af sér,

gallinn væri sá,

að þeir yrðu undir öllum kringumstæðum,  að fá að reykja dálítið.

Að öðrum kosti gæti Englendingur tekið uppá því,

að drepast af einskærri þrjósku.

 

 

 

Eftir nokkra daga í rúminu,  fékk ég leyfi til að fara á fætur.

Ég hitti Viggó Björnsson bankastjóra,  en hann þekkti ég frá bernsku.

 

1969_b_182
Viggó Björnsson bankastjóri.

 

 

 

 

 

Viggó átti mikið af hljómplötum,  enda músíkalskur og góður söngmaður.

Stundum stytti ég mér stundir í íbúð Viggós,  við að hlusta á ágætar hljómplötur.

 

 

Ég hitti ýmsa aðra menn í Eyjum,

svo sem Þorstein í Jómsborg, Kristján Gíslason á Hól,  Sigurð Sigurðsson lyfsala og

skáld,  Halldór Halldórsson bankagjaldkera og fleiri.

 

 

 

 

Um þessar mundir kom saltskip til Eyja,

og reyndist það flytja fleira en salt.

Þá keypti ég nokkrar flöskur af rommi,  en mér hugkvæmdist að hressa uppá

ensku sjúklingana og bauð þeim í kvikmyndahús,  eftir að hafa smurt þá,

dálítið með rommi.

En þegar við vorum að læðast út,  tók Rannveig hjúkka okkur í landhelgi,

og rak Englendingana inn aftur.

Rannveig kvaðst ekki láta mig taka stjórnina á spítalanum  af sér,

og við það sat.

 

 

 

Um þessar mundir var í Vestmannaeyjum  maður,  er Óli hét og kallaður,

Lín.

Hann var ungur maður, fjörugur,  óaðgætinn og nokkuð ölkær.

Óli þessi var í kunningsskap við háseta á Danskri skonnortu.

Nú bar svo við,

að dönsku kunningjarnir fá Óla skildinga og biðja hann að útvega eina flösku,

af "spíritus concentrus" úr lyfjabúðinni.

Óli var fús til þess,  enda boðinn til öls,  að því afreksverki loknu.

 

Lítil julla beið Óla við bryggju og í henni skipstjórinn og nokkur matvæli,  sem flytja átti

um borð í skonnortuna.

Óli Lín,  sat á þóftu og réri,  þá sparkar skipstjórinn í bakið á Óla.

Óli Lín brá skjótt við,  og ætlaði að borga fyrir sig,  en jullan vildi ekkert með svona

bjánagang  hafa,

og velti öllu úr sér og snéri kilinum upp.

Ekki kunni Óli að synda,  en spíritusflöskuna hafði hann í hendi,  er honum skaut upp.

Hann náði taki aftast á jullunni,  en þá reif annar maður í hann,  við það missti

Óli aftur tak á jullunni og fór enn á kaf.

Þrjú tók hann köfin alls,

en ekki sleppti hann flöskunni.

Bát bar nú að,  og menn sem í honum voru björguðu Óla og hásetunum.

Skipstjórinn var skammt frá,  og flaut á ár.

Þegar átti að innbyrða hann,  vildi Óli ekki taka það í mál - kvað miklu nær að kála nú

karlinum hreinlega - hann ætti ekki annað skilið.

Þegar loks skipstjórinn var svo innbyrtur,

bað hann Óla afsökunar á sparkinu,  og varð þá Óli góður.

Óli Lín varð í miklu áliti hjá Dönunum,

vegna þess hve vel honum tókst að varðveita flöskuna.

Kom hún sér vel eftir allt volkið og sötruðu þeir,  spírablandað kaffi um borð í

skonnortunni.

 

 

 

 

Nú bar það til næst,  að ég lenti út í bæ,  og kom seint inn á sjúkrahúsið,

og með of mikið í kollinum.

Ég fór hurðarvillt,  því þegar ég hugðist hátta,

reis einhver upp í rúminu.

Var það Rannveig hjúkrunarkona,  en mér varð illa við af skömm,

og baðst innilegrar afsökunar,  og rauk á dyr.

 

 

 

 

Daginn eftir skipti Halldór læknir um umbúðir á höfði mínu.

Þegar því var lokið,  

tjáði hann mér það skírt og skorinort,

að nú yrði ég að fara burt úr Vestmannaeyjum,

af því ég færi svo illa með mig.

Sem læknir, 

kvaðst hann enga ábyrgð vilja bera á mér lengur.

Ég sagði,

að mér þætti leitt,  ef honum mislíkaði við mig,

kvaðst  gegna honum og fara burt frá Eyjum,

sem ég og gerði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband