KOMINN HEIM TIL EYJA.

 
 
 
img190_1124005.jpg
Þorkell aðeins 17 ára.  Mynd tekin af vini mínum,
Óskari Björgvinss. ljósm. þegar hann var að læra
hjá Sigurði Guðmss. ljósm. í Rvk.
 
 
 
 
 
 
 
 
Komið þið blessuð og sæl  öll sömul, 
 
 
 
sérstaklega þið sem eruð að koma inn á bloggsíðuna
 
dags dagleg .
 
 
Eins og ég skrifa á facebook síðuna, hefi ég undafarnar vikur verið víðs fjarri,  eða í
 
áfengismeðferð   s.l. 6 vikur.
 
 
Það er mikil náð, 
 
 
að fá að njóta hjálpar við þeim erfiða sjúkdóm,  sem alkahólismi er.
 
 
Á sínum tíma áleit ég þá sem drukku áfengi meira en góðu hófu gegndi,
 
ræfla og aumingja,  sem ekki gátu stjórnað sinni drykkju.
 
 
Nú er ég sannfærður að þetta er sjúkdómur,  sem ég er haldinn og verð að bera til
 
ævinloka.
 
 
Eina meðalið við honum er að stunda AA-fundi og vera virkur  þar, hafa hreyfingu,
 
 
borða reglulega og tileinka sér trú á æðri mátt.
 
 
Nú, 
 
þegar ég er orðinn 69 ára og er búinn að vera með Bakkus konung á bakinu frá 15
 
ára aldri, reyni ég enn einu sinni að koma mér á beinu brautina.
 
 
Ég veit að það verður barátta hvern dag hjá mér,
 
 
en ég er ákveðinn að gera mitt besta,  að sjálfsögðu mín vegna og ekki hvað síst
 
 
vegna þriggja barna minna og átta barnabarna,  sem ég á í dag.
 
 
Edrú einn dag í senn er
 
 
takmarkið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært framtak hjá þér Þorkell minn, gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 12:53

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Komdu sæll Keli. Hann er mjór þessi stígur sem við fetum til æviloka og ekki eins vandrataður ef við sinnum því sem okkur var kennt í meðferð. Gangi þér allt í haginn félagi. Kær kveðja.

Yngvi Högnason, 2.12.2011 kl. 21:14

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn kæri vinur!

Velkomunn heim og góður guð styrki þig í baráttunni. Vonadi kemur þú eins og ekkert hafi ískorist á gamla góða staðinn á sunnudagsmorgnana. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 3.12.2011 kl. 12:28

4 identicon

Velkominn heim vinur búinn að sakna þín

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 21:22

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka ykkur vinir mínir innlitið og góðar móttökur.  Það er það versta hjá mér,  að ég er engan veginn kominn í gang að blogga nokkurn skapaðan hlut.  Vonast til að ég fari í gang á næstunni.  Kveðja  

Þorkell Sigurjónsson, 6.12.2011 kl. 09:23

6 identicon

 Velkominn heim kæri vinur og Lautapeyi. Ég er þegar farin að leita að bambussverðinu. Við byrjum á Helga.!

Óskar á Háeyri (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 13:49

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gangi þér vel félagi.

Guðjón H Finnbogason, 10.12.2011 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband