Bæjarins besta.

       Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 29. mars að starfa með Félagi aðstandenda alzheimersjúkra, FAAS, að því verkefni að koma á fót dagdvöl á Selfossi fyrir 15 einstaklinga.  Einmitt svona frétt vekur mig til umhugsunar á málefnum okkar hér í Eyjum. Fyrir það fyrsta vil ég segja það, að síðan við eignuðumst nýja bæjarstjórn og nýjan bæstjóra hefur lítið gerst sem hægt er að fagna, nema það að bæjarstjóri hefur verið áberandi í að stappa í okkur Eyjamenn stálinu og uppörfandi í sínum skrifum og finnst mér það mjög jákvætt og gott, en þetta dugir ósköp skammt við fjölgun starfa fyrir bæjarbúa. Kanske er ég ósanngjarn og óþolinmóður að eitthvað gerist þar sem bæjarstjón er nú aðeins tæplega eins árs gömul. En áfram skal haldið. Á siðasta kjörtímabili V-listans var settar á stofn  nefndir sem annarhver Eyjamaður var í og ef ég man rétt komu tugir hugmynda út úr þeirri vinnu.  Lífseigust var hugmyndin um einhverskonar heilsu hæli eða meðferðastofnun fyrir offitusjúklinga og aðra þá sjúklinga er hafa þörf á uppbyggjandi aðstoð.  Er þetta bara komið í salt og kanske engan vegin hægt að nota neitt úr hugmyndabankanum góða?   Fyrir nokkrum mánuðum síðan var talað um að stofna íþróttaakademíu og í kjölfarið að byggja knattspyrnuhús, ekkert gerist. Geri mér ljósa þá staðreynd að sennilega vantar peningana til að byrja, en þá er bara að vinna í að fjármagna dæmið, ekki satt?  Við sem höfum áhuga og viljum framgang fótboltans og bæjarins sem mestan viljum framkvæmdir, en ekki bara áframhadandi spjall.  Það nýjasta í framtíðarsýn bæjarins er háskólaakademía og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins. Eitt atriði til viðbótar en það er, að mér kom það nokkuð skrítilega fyrir sjónir er tveimum forstöðumönnum hjá bænum var sagt upp um daginn. Minnir að ég hafi lesið það að þetta yrði mannvænt bæjarfélag þ.e.a.s. að engum yrði sagt upp störfum hjá bænum.  Kaupi ekki þá skýringu að uppsögnin sé af því að hér eigi að rísa menningasetur og um skipulagsbreytingu hafi verið að ræða. Menningar hús er ekki einu sinni komið á teikniborðið, og ábyggilega því miður mörg ár í það, að það verði byggt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 249610

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband