Gjör rétt, þol ei órétt.

Víða birtist skatta og innheimtugleðin.   Fyrir helgi fékk ég sendan listapóst Foldar, en þar ritar Tryggvi Páll Friðriksson eigandi Foldar, sem segist hafa ungur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og stutt hann síðan.  Hann segir:     Um þessa helgi fer fram lansfundur Sjálfstæðisflokksins. Þar verður áræðanlega mikið rætt um skattamál, frelsi, réttlæti, og loforðaflóran fjölskrúðug.  Svo verður klappað eins og vera ber. Skrifari ( TPF ) gerir alvarlegar athugasemdir við siðferði flokksins í tveimur málum sem hann (flokkrinn ) hafði nýlega afgerandi áhrif á og varðar skattlagningu og innheimtu gjalda.   UM langan tíma hefur átt að innheimta svo kallað höfundarréttargjald af sölu eldri listaverka. Slíkt gjald er réttlætanlegt sé það hóflegt, en það hefur áhrif á söluverð verka svo seljendur fá lægra verð fyrir vikið . Seljendur  eru í flestum tilvikum eldra fólk, en gjaldið virkar sem óbeinn skattur á sparnað þeirra.  Gjaldið hefur verið það hæsta sem um getur í heiminum eða 10%. Hvergi annars staðar hefur það verið hærra en 5%. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Pétur Blöndal lagði blessun sína yfir þessa óheyrilegu gjaldtöku.  Sérstakt hagsmunafélag, Myndhöfundarsjóður Íslands eða Myndstef heldur utan um innheimtu gjaldsins. Í fyrra var lögunum breytt um höfundarrétt og sett inn ákvæði að sé gjaldið ekki innheimt , þá sé Myndstefi frjálst að áætla gjöldin á þá sem eiga að innheimta þau og er sú áætlun aðfararhæf. Ákvæðið er algjörlega galið og algjört einsdæmi í íslenskum lögum.  Í framhjáhlaupi má geta þess að Myndstef er þegar farið að  misbeita ákvæðinu til fjárkúgunar, byrjaði á því áður en lögin tóku gildi.  Formaður Menntamálanefndar Alþingis sem lagði blessun sína yfir þessa lagasetningu er sjálfsstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson.  Svo mörg voru þau orð frá hinum gamalgróna sjálfsstæðismanni, Tryggva Páli Friðrikssyni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 249610

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband