16.4.2007 | 11:04
Ljósið í myrkrinu.
Las fyrir áramót frásögu af venjulegri konu, eða öllu heldur óvenjulegri konu, Rögnu Aðalsteinsdóttir á Laugabóli við Djúp. Hún er sögð hafa ratað í miklar sorgir sé sterk, ákveðin og sjálfstæð. Hún hefur lifað breytingar þjóðfélags og þjóðlífs síðustu aldar. Það sem mér kemur helst í hug við lestur bókarinnar er mannkærleikur hennar gagnvart þeim sem eiga undir högg að sækja. Margt af þessu fólki hefur lent í faðmlögum við Bakkus og einangrast þar sem allir hafa gengið hjá án þess að hafa veitt neina hjálp, en ekki hún Ragna þessi óvenjulegi kvennskörungur. Nokkrir tugir fólks hafa notið góðsemi hennar og hjartahlýju í gegn um árin. Hún er í mínum huga sannkölluð hvundagshetja. Eftir lestur bókarinnar var mín fyrsta hugsun að ég myndi hiklaust næla á hana fálkaorðuna, sem hún sjáf hefði ábyggilega hafnað vegna þess að í hennar huga eins og í vísunni segir, orður og titlar úrelt þing. Í framhaldi af þessu kom mér í hug þegar dóttir mín starfaði á elliheimili í Svíþjóð. Hún meðal annars sá um þarfir fimm heimilismanna sem viðkom persónulegum málum. Þegar fólk kom þarna með sinn nánasta í flestum tilfellum, sonur eða dóttir með aldrað foreldri, var í öllum tilvikum það ávallt fyrirmæli um að hafa ekki samband nema um dauða foreldrisins væri að ræða. Þetta gamla fólk var komið í geymslu og bönin komu hvorki í heimsókn eða á annan hátt vildi af foreldrum sínum vita, nema við dauða þeirra. Kaldhæðnislegt í meira lagi, en því miður satt. Hugsar fólk í dag nokkuð út í þessa hluti á tímum lífsgæðakapphlaups og sókn eftir einskisverðum hlutum. Hvernig væri að hver og einn reyndi að sýna af sér meiri kærleika og væntumþykju við sína nánustu, svo og alla þá sem við umgöngumst daglega og það besta er að við sjálf fáum mestan afrakstur. Að lokum það sem Ragna segir einhversstaðar í bókinni: Vald og ríkidæmi er það sem helst skemmir fólk. Slíkt elur af sér hroka og á köflum hreina mannvonsku. Þeir ríku taka ekki ríkidæmið með sér í dauðann.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.