Er Elliði vonarstjarna Eyjanna?

Hugleiðingar fyrir háttinn.  Í framhaldi af hugleiðingum gærdagsins væri ýmislegt spennandi hægt að setja hér á blað. Það helst hvort einhver von sé fyrir okkur hér í Eyjum að eignast alvöru þingmann.
Þá á ég við mann sem er raunverulega búsettur hérna og þekkir allar aðstæður. Eins og allir vita höfum við átt reyndar einn úr röðum Sjálfstæðisflokksins þ.e.a.s Guðjón Hjörleifsson, en með allri virðingu fyrir honum, er það eitt hægt um hann að segja, að hann hefur komið á óvart hversu lítilvirkur hann hefur verið í þágu okkar Eyjamanna s.l. kjörtímabil.  Staðreyndir tala mínu máli þegar ég fullyrði þetta og þarf ekki annað en vitna í lélega útkomu hans í prófkjöri flokksins í haust.
En aftur að mögulegum kandidat fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir okkur hér í Eyjum, þá á ég ekki við Árna Johnsen, og því síður Árna Matt enda er hann enginn Eyjamaður og hefur verið ef eitthvað er andsnúinn Vestmannaeyjum, saman ber þegar hann var sjávarútvegsráðherra og setti í kvóta fisktegundir sem nokkrar útgerðir hugðu gott til glóðarinnar að gera út á, en urðu þar frá að hverfa.
Útstrikanir í kosningunum á laugardaginn sanna kanske það sem ég er að tala um. Nú, þá er
málið hver verður vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar, ekki Gaui og ekki Árni johnsen, nei það verður Elliði Vignisson núverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband