Engir Júdasar-kossar, eða hvað?

     Menn hafa verið að velta fyrir sér hinum og þessum nöfnum á tilvonandi ríkisstjórn og er ekki nema gott eitt um það að segja. Ég hefi tillögu um nafn og er það " Kossastjórnin " sem í svipinn mun vera nokkurt réttnefni.  Í mínum huga segir þetta mér aðeins eitt eins og spakmælið segir ; Kossar og kurteisi fram úr hófi býr yfir svikum. Ein samsæriskenningin enn hugsa tilvonandi stjórnarsinnar. En hvers vegna svik og við hverja. Ótti minn er einungis bundinn Samfylkingunni, eða kanske réttara sagt hægri krötum innan hennar. Við vitum nokkuð hvar við höfum íhaldið það breytist seint til hins betra. Allt annað mál með Samfó. Stjórnarþátttaka fyrr á árum  íhalds og krata var á þann veg, að kratarnir voru ávallt, kaþólskari en páfinn í óréttlæti gagnvart alþýðu þessa lands saman ber stjórnir þeirra, Viðreisnar og Viðeyjar. Það sem  uggir mig mest er að sama niðurstaða verði, ef Kossastjórnin kemst á koppinn.  Kanske er ég full svartsýnn á að þetta kossaflens þeirra formannanna muni skila einhverju jákvæðu fyrir land og þjóð. Þess vegna mun ég og allir aðra landsmenn fylgjast með framvindu loforða Samfó, sérstaklega útrýmingu biðlista, bættra kjara aldraðra og öryrkja, skattleysismörk og allt það sem lofað var fyrir kosningar. Ef til vill mest spennandi fyrir okkur Eyjamenn hvað verður í samgöngumálum, fáum við nýjan Herjólf og jafnvel göng á milli lands og Eyja? Best væri ef við hefðum sannfæringu  Nóbelshafans Alexis Carrel sem áleit, að máttur bænarinnar til góðra verka, sé voldugasta aflið í heiminum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 249690

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband