Æskudagar í Noregi.

Síðast þegar ég var í Noregi.

Þannig orðaði ágætur maður sína einu ferð til Noregs fyrir margt löngu og eins má segja  um mig sjálfan. Síðast þegar ég var á ferð um Haardanger fjörð í Noregi,  árið 1961 ásamt vini mínum á leið okkar til vinnu á ávaxtabúgarði man ég ekki eftir hitastigi, en leið sú sem við fórum til áfangastaðar okkar er ein sú fegursta í mínum huga. Ekki hafði ég hugmynd um það þá, að ávextir eins og epli, plómur og morellur væri ræktað hjá frændum vorum Norðmönnum í þá daga og sjálfsagt ennþá í dag.  Man lítið eftir góða veðrinu, sem sjálfsagt hefur verið ágætt,  en því betur eftir rigningunni sem var okkur til mikils ama, þannig að vætan af laufinu helltist upp í ermarnar og niður um hálsmálið, þegar við lásum ávextina af trjánum.   Ávaxtarén voru ógnvænlega  há og varð að notast  við stiga sem hæstir voru þrjátíu og tveggja þrepa og voru æði erfiðir í meðförum.  Þannig upplifði ég mína fyrstu og einu ferð til frænda vorra í Noregi fyrir fjörtíu og sex árum síðan.


mbl.is Hitamet slegið í Suður-Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þorkell.  ég varð nú að skrifa þér smá kveðju frá Bergen.  Hardanger en með fegurri stöðum sem ég hef heimsótt, ég keyri þangað inneftir oft á ári enda búsettur í Bergen.  Sumt er eins og þú manst, það er rigningin og ávaxtatrén.  Hitt hefur aftur á móti breyst að heita má öll gömlu ávaxtatrén eru horfin og nýjar tegundir sem ekki verða hærri en 2 metrar enda voru menn eflaust orðnir þreyttir á að dröslast með stigana.

Björgólfur Hávarðsson (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka þér innlitið Björgólfur. Dvaldi m.a. einmitt í Bergen í nokkra daga, meðan "híran" var innlögð í Ríkisverslunina á staðnum. Sjálfur á ég móðursystir sem bjó lengst af í Tromse nyrst í Noregi. Í dag býr hún í grennd við Osló. Þessi frænka mín er lifandi og er komin á níræðisaldur hún á um það bil sextíu  afkomendur í dag.  Á ég að þekkja þig Björgólfur? Sjálfur bý ég hér í Vestmannaeyjum.

Þorkell Sigurjónsson, 8.6.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 249606

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband