AÐ UMGANGAST DÝR.

Það er jákvætt og mjög hollt að vera góður við dýrin. Ég man eftir mörgum dýrum sem ég átti í æsku og tel  það hafa verið mikil gæfa að fá að umgangast þau.   Það var einnig mikið uppeldislegt atriði að fara í sveit og vinna öll tilfallandi sveitastörf og fá að vera með dýrunum sem tilheyrðu henni.  Ég hefi aldrei talið mig vera einhvern dýrling , en samneyti við dýrin og að hugsa um þau, hefur haft varanleg og jákvæð áhrif fyrir allt mitt líf. Hitt er svo, foreldrar eiga ekki að leyfa börnum að hafa gæludýr nema með ströngum skilyrðum vegna þess, að  í mörgum tilfellum verða börnin leið á dýrunum og hætta að nenna að hugsa um þau. Að "halda" dýr er  mikil vinna og mjög krefjandi, ekki síður en hugsa um börn.  Að lokum fylgir spakmæli með:

Heimtaðu aldrei af barni þínu það,

sem það getur ekki af hendi leyst,

en gættu þess,

að það leysi af hendi með trúmennsku það,

sem því er trúað fyrir.


mbl.is Óvenjulegt gæludýr frá Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 249591

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband