ÉG REYNDIST SANNSPÁR.

Því miður reyndist ég sannspár um afdrif jarðgangagerðar á milli lands og Eyja. Á miðvikudaginn setti ég inn á bloggsíðu mína þá spá sem nú er orðin staðreynd.  Eitt er gott við viðbrögð ríkisstjórnarinnar í máli þessu, sem er, að nú geta menn einhent sér í það sem koma skal, Bakkafjöru ævintýri. Og af hverju segi ég ævintýri, jú mín spá er sú, að enginn endir sé fyrirsjáanlegur á eyðslu skattpeninga landsmanna næsta áratuginn vegna þessara arfavitlausustu framkvæmd Íslandssögunnar, og hana nú.  Þess vegna kemur hér mottó dagsins:

Það er ekki stærsta syndin að hafa drýgt yfirsjón,

heldur sú.

að vera ánægður með það.


mbl.is Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það verð ég nú að segja Keli minn að mér finnst þessar jarðgangnapælingar mun vitlausari pæling en Bakkafjöruhugmyndin. En aðalvandamál okkar Eyjamanna hefur verið hver höndin upp á móti annarri. Við áttum að mínu viti að vera búin að ganga frá nýjum Herjólfsmálum fyrir nokkrum árum og ganga svo í önnur verk. En því miður þá hafa fjölmiðlar, og reyndar fjöldi fólks uppi á landi gaman af að heyra hvað veltur upp úr Árna Johnsen um þessi mál og fólk lítur á hann sem talsmann okkar allra, því miður.

Spurningin er hvað gera menn nú nú þurfum við að stilla strengi um hverslags skip við viljum í þetta Bakkafjöruævintýri

Gísli Foster Hjartarson, 27.7.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég sem Eyjamaður er sammála þér Gísli í því,  að nú stöndum við saman úr því sem komið er. Tek líka undir það sjónarmið þitt, að við höfum rifist og karpað um keisarans skegg, sem kannski hefur hjálpað til þess, að okkur hefur skolað upp á Bakkafjöru. -En í kvöld er mikilvægur leikur í Sandgerði og skora ég á alla Vestmannaeyinga, að hugsa á jákvæðum nótum til ÍBV í kvöld. Jákvæðir straumar skapa jákvæð úrslit.  Áfram ÍBV.

Þorkell Sigurjónsson, 27.7.2007 kl. 17:57

3 identicon

Nú hafa Eyjamenn að sjálfsögðu misjafnar skoðanir á Bakkafjöruhöfn, en hvað er það sem menn finna henni helst til foráttu?  Markmið með byggingu hafnarinnar er að stórauka samgöngur til og frá Eyjum, stytta siglingu til muna, fjölga ferðum þannig að fólk geti á frjálsari hátt en áður komist milli lands og Eyja.  Var andstaðan við höfnina aðallega vegna þess að göngin þóttu meira spennandi kostur?  Gaman væri að heyra eitthvað um þetta.

Birkir (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 21:52

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Í fáum orðum þetta. Erfið skilyrði vegna veðurs og mikillar ölduhæðar við Bakkafjöru mikinn (allt of mikinn) hluta ársins. Akstur hvort sem farið er í austur eða vestur er ekki eftirsóknarvert,   sérstaklega ekki yfir vetrartímann. Tímalengd  á leiðinni Vestm.eyjar-Bakkafjara-Rvk. ca. tveir og hálfur tími við góð skilyrði. Til samanburðar með nýjum Herjólfi til Þorlákshafnar, c.a. tvær kl.st. og fimmtán mínútur og keyrsla til Rvk.40 mínútur. --Ávinningur á leiðinni um Bakkafjöru hálf kl.st. - Sjálfsagt eru kostir og gallar í báðu tilvikum, sem vanta í þetta hjá mér.

Þorkell Sigurjónsson, 27.7.2007 kl. 23:50

5 identicon

Vegalengdin frá Rvk að Bakkafjöru eru ca 130 km sem gera rúmlega 1:40 klst akstur + 30 mín. sigling sem gerir þetta ríflega 2 klst ferðalag við góð skilyrði.  Þrátt fyrir að fá nýja og stærri ferju þá verða ennþá brælur sem gera það að verkum að stærra skip verður samt sem áður að slá af ferð og fólk verður áfram sjóveikt í kannski þrjár klukkustundir í staðinn fyrir það að ná kannski ekki að verða sjóveikt á leiðinni upp á Bakkafjöru.  Ég hef sé á skrifum einhverra Eyjamanna að það sé ómögulegt að þurfa að keyra svona langt, en var það ekki það sem stuðningsmenn ganganna vildu?  Að geta keyrt langt í stað þess að sigla langt?  Þrátt fyrir að vera sjómaður vel ég samt frekar þann kostinn að keyra lengri vegalengd yfir vetrartímann en að sigla í brælu.  Ég skil vel að þið Eyjamenn viljið úrbætur strax og styð það að finna betra skip á meðan verið er að skoða kosti stærra skips og móti ferjuhöfn í Bakkafjörðu.  Ég tel nú samt að gróðinn fyrir Eyjamenn væri meiri með Bakkafjöruhöfn.

Birkir (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband