FRELSIÐ LENGI LIFI.

Velti því fyrir mér auðvitað hverju  sinni, sem skattaskráin er lögð fram, hví í ósköpunum stuttbuxnadeild íhaldsins er svona uppsigað við að skráin birti upplýsingar um opinber gjöld.  Einu rök stuttbuxnadeildar Eyjamanna er; - Lítið annað en að taka undir með formanni SUS Borgari, sem segir ekkert annað en það, að vera sammála formanninum. Það eru margar ástæður fyrir því að við njótum þessa frelsis og segi mannréttinda sem birting skattaskýrslunnar er, en það virðist ekki lengur til í orðabók þeirra hjá stuttbuxnadeildinni. Þeirra helstu rök að skráin sé ekki birt, er að hér sé um persónuupplýsinga að ræða, sem eigi að vera einkamál hvers og eins. Segi aðeins, ef ekkert er að fela og menn hafa hreina samvisku, ætti þá ekki allt að vera í lag? Og í tilefni dagsins:

Fyrir vitring einn var lögð þessi spurning:

Hvað er frelsi?

Hann svaraði:

Góð samviska.


mbl.is Er álagning einkamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Góð spurning og gott svar:) senilega er ekkert meira frelsandi en góð samviska.

Georg P Sveinbjörnsson, 31.7.2007 kl. 14:06

2 identicon

Þorkell hvað skuldaru? Ertu með einhverja sjúkdóma? hvað ertu með í laun? 

Eru það virkilega mannréttindi að fá að vita svarið við þessum spurningum eða bara einni þeirra? Ansi þurfum við að teygja hugtakið mannréttindi eða frelsi til að koma þessu fyrir innan þeirra annars ágætu hugtaka. Hvenar eigum við að birta sjúkraskrár? Hvað með bótakóngur Íslands, hver hefur hæstu bæturnar? Á ég ekki rétt á því að vita hver fær hvað í bætur? Ég sé hvað hver kemur með inn því ekki að sýna líka hvað hver og einn er að fá úr kerfinu.

Skattar eru nauðungagjöld enda greiðum við skattinn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Skattgreiðslur eru alls ekki sjálfsagðar,  það eru engin rök fyrir því að svipta menn eignum sínum til handa misvitrum stjórnmálamönnum. 

Spurningin sem þú ættir að svara er af hverju á að birta þessar upplýsingar?

Þegar þú hefur svarað henni berðu svarið þitt við af hverju ætti að birta upplýsingar um bótaþega. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband