2.9.2007 | 05:58
Í MINNINGU SNILLINGS.
Svefninn er víðs fjarri og þess vegna fór ég að glugga í greinum klipptum úr dagblöðunum. Ein slík hefur ávallt haft sérstök áhrif á mig. Hún fjallar um knattspyrnusnilling sem lét í minni pokann fyrir Bakkusi. Greinin er stutt en mögnuð og nefnist; "í minningu snillings"og hljóðar svo:
Snillingar eru þær manneskjur sem geta gert hluti sem annað fólk ræður ekki við-og látið líta svo út að ekkert sé einfaldara.
Einn slíkur snillingur var til moldar borinn í dag í fæðingabæ sínum, Belfast á Norður-Írlandi. Hann hét Georg Best og var knattspyrnumaður. Hann gat sólað alla upp úr skónum, nema sjálfan sig. Mest öll auðæfi mín fóru í áfengi, konur og hraðskreiða bíla, sagði hann. Afganginum eyddi ég í vitleysu.
Svartur húmor til að breiða yfir mikla sorg hjá manni sem vissi að í Bakkusi hafði hann fyrirhitt ofjarl sinn.
En Bakkus sjálfur hefur enga kímnigáfu, hvorki hvíta né svarta, og fer ekki í manngreinaálit heldur leggur andstæðinga sína að velli án tillits til snilligáfu, hæfileika, menntunar eða mannkosta. Stærsta viðfangsefni hvers manns í lífinu er að ná stjórn á sjálfum sér, og við það verkefni virðist snilligáfan koma að litlum notum.
Nú reyni ég aftur að sofna.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.