10.9.2007 | 17:29
ÞAÐ FYLGIR ÞVÍ ÁBYRGÐ AÐ LIFA.
Laugardaginn 8. september var ég ásamt konu minni viðstaddur útskrift sonar okkar frá Viðskiptaháskólanum að Bifröst. Í ágætri lokaræðu Ágústa Einarssonar stjóra skólans, sagði hann m.a. þetta: - Það er hægt að taka af ykkur allt , fjármunina, fjölskylduna, vinina og mannorðið en það er ekki hægt að taka af ykkur menntunina. Hún er innan í ykkur, stundum þinglesin með útskrift eins og í dag en oftast er menntunin óskráð eign ykkar sem hjálpar ykkur að lifa betra lífi og fylla vel út í þann takmarkaða tíma sem þið fáið hér á jörðinni. - Þetta þykir mér vel mælt hjá Ágústi og minnir okkur öll á, að nú er öldin önnur þar sem margar hendur eru á lofti til að hjálpa ungu námsfólki og allar leiðir standa því opnar að heita má...En hvernig líður okkar innra manni, við sem komin erum á besta aldur? Hvert er okkar andans skrúð? Leitum við gæfunnar, þar sem hana er að finna? Leitum við ekki langt yfir skammt? Höfum við komið komið auga á, að vort lán er býr í okkur sjálfum, leynist innst í sál vorri og þetta á við alla. - Enginn getur talist gæfumaður sem ekki hefur komið auga á skyldurnar við samferðarmennina, heimili sín, skóla og þjóðfélag - skyldurnar við lífið.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.