ALLTAF MÁ FINNA LAUSN.

Enn og aftur erum við minnt á alla þá sem  ferðast með hraðlest Bakkusar sjálfum sér og öðrum til mikillar mæðu. En hvað er til ráða? - Á blogginu hans Ómars Ragnarssonar er þetta skrifað: - Þegar menn hafa ekki stjórn á neyslunni er ekki um annað að ræða en fara í meðferð og hætta allri neyslu. Af eigin reynslu er maður mótækilegur fyrir slíkri fullyrðingu eftir tveggja daga "skemmtanir" , en næstu daga þegar martröð helgarfyllirísins rjátlast af manni fer maður í vörn fyrir sjálfan sig og segir sem svo; ég varð andskoti fullur og man ekki nema stund og stund frá því á föstudag, en ég á ekki við neinn vanda að stríða, það eru bara fyllibyttur og aumingjar sem fara í meðferð. Í AA-bókinni segir þetta:

Alkóhólistinn er eins og hvirfilbylur, sem þyrlast í gegn um annarra líf. Hann skilur eftir kramin hjörtu, slítur hugljúf vináttubönd, rífur tilfinningar upp með rótum. Eigingjarnar og tillitslausar venjur hafa skapað  glundroða á heimilinu. Við teljum það vera skort á hugsun þegar einhver segir, að það eitt að vera ódrukkinn sé nægjanlegt. Það minnir okkur á bóndann, sem kom upp úr kjallaranum eftir fellibylinn og fann heimili sitt í rústum, en sagði við konu sína: Ég fæ ekki séð að neitt sé að hérna, góða mín. Finnst þér ekki gott, að storminn hefur lægt?


mbl.is Mikill erill hjá lögreglu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband