5.10.2007 | 14:20
FÉLAGI STALÍN.
Þegar ég kom heim úr vinnu í gærkvöldi var að byrja í sjónvarpinu Bresk spennumynd um prófessor sem fer til Rússlands að rannsaka hvernig lát Stalíns bar að á sínum tíma. Þar sem ég var þreyttur eftir vinnuna settist ég við imbakassann og horfði á myndina. Myndin sem slík var ágætt afþreyingarefni og ekkert meir um hana að segja. En hún varð til þess að rifja upp fyrir mér það sem gerðist fyrir um 55 árum síðan, eða árið 1952, já ég er orðinn svona aldraður og þá var ég 10 ára, ungur og saklaus. Þá var algengt að börn og unglingar væru áskrifendur að barna og unglingablöðum, þá helst "Æskunni" en ég, að áeggjan kristnifræðikennara míns varð áskrifandi "Ljósberans", sem var mjög kristilega sinnað í skrifum sínum. Nú, í einu blaðinu birtist saga, sem sagði frá atviki úr skóla í Rússlandi eitthvað á þessa leið: Það var kennari í Rússlandi, sem kenndi um 30 börnum og voru þau öll í yngri kantinum. Einn daginn byrjaði kennarinn tímann á að setja tvær krúsir á kennaraborðið önnur var tóm, en hin var stútfull af sælgæti. Þá kom spurningin frá kennaranum sem hljóðaði svo; Þeir sem trúa á félaga Stalín rétti upp hendina, nær allir gerðu það. Afbragð sagði kennarinn, Þið sem trúið á landsföðurinn Stalín þið fáið salgætið sem hérna er á borðinu, en þið hin sem trúið ekki á hann eða bara á Guð, fáið ekkert. - Ég 10 ára snáðinn tók upp þykkjuna fyrir félaga Stalín og skrifaði bréf til blaðsins og mótmælti harðlega slíkum áróðri, lygi og dylgjum á átrúnaðargoð mitt, Stalín og það í kristilegu barnablaði. Skrifum mínum lauk ég svo , að ég sagði upp áskriftinni að "Ljósberanum", en ekkert salgæti fékk ég að launum og hefi aldrei fengið.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.