HÁSKAFERÐ Í STÓRHÖFÐANN.

     Eftir rúmlega einn mánuð eru liðin 35 ár síðan gos hófst á Heimaey. Vegna þeirra tímamóta langar mig, að segja frá atviki þar sem alvarlegt slys hefði getað orðið, eða jafnvel endað með  dauða, sumarið 1973.

Lukkubíllinn.


V-88 Bensinn hans föður míns, eða "lukkubíllinn" eins og ég kallaði hann eftir atvikið sem ég greini hér frá. Í maí 1973 byrjaði ég að vinna hjá Viðlagasjóði og var þá, að aka bifreið V-88 á móti föður mínum við gjallhreinsun í Vestmannabæ. Hér má sjá mynd af Kela og hundinum hans, honum Pusa.

Ekki mjög virðulegt hunda nafn, en þannig var að ég vildi láta hann heita Stalín, en það mátti konan ekki heyra og tók af skarið og sagðist skilja við mig ef ég léti hundinn heita eftir  þeim fjöldamorðingja. Þannig að ég valdi auðvitað  konuna, frekar en Stalíns nafnið á hundinn.

Unnið var á vöktum, átta tíma í senn og var mikil áhersla lögð á, að menn legðu sig fram við það sem hver og einn starfaði og það þýddi, ekkert slór.

Erfiðast var, þegar dimmast var og ég tala nú ekki um, ef rigning var einnig, en þá sá maður bókstaflega ekki neitt. Nokkrir bílstjórar lentu í, að ekið var á þá, þegar þeir voru að losa sig við  vikurhlassið þar, sem menn sáu ekki glóru og einnig lengi vel vantaði ljósin á alla  ljósastaura bæjarins . 

   Þegar á hreinsunarstarfi leið voru myndaðar smá vinnu grúbbur, kranamaður, sem sá um ámokstur á bílana, tveir bílar og bílstjóra auðvitað og svo sá, sem "vann" eins og við sögðum stundum .

Vinnufélagarnir.
  En hérna standa félagarnir og fyrstan skal nefna þann sem "vann" og er með skófluna, Ingi frá Hólshúsi, eða Dönitz eins og hann sjálfur vildi láta kalla sig. Næst er það Keli á bíl V-88 og hinn bílstjórinn, sem var á þessum tíma, leigubílstjóri frá Reykjavík og síðastur kranamaðurinn, Rúnar. 

  Þegar komið var fram í júlí fannst manni bærinn taka miklum breytingum dag frá degi til hins betra, enda sólin komin hátt á lofti. Einn daginn kom eldri bróðirinn í heimsókn, sem þá vann í Reykjavík. Hann kom aðallega  til að forvitnast og einnig til að veiða lunda suður í Stórhöfða.

Í hádeginu einn daginn, þegar ég ætlaði í mat, en mötuneyti Viðlagasjóðs var þá í Gagnfræðaskólanum, bað faðir minn mig að skreppa fyrst suður í Stórhöfða og sækja bróðir minn, þar sem hann hafði farið til lundaveiða eldsnemma um morguninn. Auðvitað varð ég fúslega við þeirri bón.

Ég ók greitt suður eftir og þegar komið var að brekkunni á móts við Lyngfell sá ég neðar í brekunni "rútu", sem kom á móti mér. Ég hægði á ferð bílsins og þegar við mættumst í miðri brekkunni fannst mér Páll Helgason sem ók þarna túristum vera ansi innarlega á veginum, þannig að ég varð að vera eins utarlega á veginum og ég mögulega þorði.

En þarna gripu örlögin inn í atburðarrásina, þegar ég vildi ná bílnum almennilega inn á veginn aftur fann ég, að framhjólið var komið út fyrir vegbrúnina. Þannig að nú voru góð ráð dýr, bíllinn á góðri ferð og hann hallaði alltaf meir og meir, þegar ég reyndi að ná hjóli bílsins inn á veginn.

Þannig að nú kom sér vel að vera ný vaknaður og útsofinn og ákvarðanir mínar urðu kannski eftir því og björguðu mér og bílnum, að verða þarna að stórri klessu. Kanturinn niður í Hraunið þarna var um þrír metrar  og stórir steinar tóku svo við.

Nú, þetta gerist allt á nokkrum sekúndum, en ég fann ekki til hræðslu, en fannst alveg afleitt, að þarna færi bíll föður míns í köku.
Nú, það eina rétta gerði ég á þessu augnabliki og það var, að sveigja stýrið eld snöggt til hægri, þannig að Bensinn tók nærri vinkilbeygju út í Hraunið og þar tók við stórgrýti, sem mér tókst að sveigja hjá án þess að lenda á því.

Seinna meir fékk ég nokkra aðila til að líta á staðhætti og sagði þeim söguna af þessum útaf akstri. Þeirra álit var, að hér hefði gerst kraftaverk, að sleppa lifandi frá þessu  ætti ekki að vera hægt, án þess að velta bílnum með tilheyrandi afleiðingum, örkuml eða dauða. 

 

  

 

 

 

   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband