SVIÐSSETNING Á LÝÐRÆÐI ?

bilde

Það er með ólíkindum að verða vitni að fjölmiðla fárinu og skruminu í kring

um val flokkanna á frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna um þessa

mundir.

Þetta kallast lýðræði hjá þeim þar sem flestir gera sér grein fyrir, að sá

sem fyrir valinu verður hefur mestu fjármunina á bak við sig. Engum þíðir

að reyna framboð nema eiga sterka bakhjarla, sem eiga peninga og

hafa völd.

Og hvaða frambjóðandi sem hreppir hnossið, hvort sem sá eða

sú heitir frú Clinton, svertinginn Obama eða öldungurinn Mc Cain mun engu

 ráða innan Bandaríkjanna, eða hafa nokkur þau áhrif sem máli skiptir fyrir

þá sem byggja þessa jörð. 

 Mitt álit

er, að þeir sem stjórna munu ferðinni hjá Bandarísku þjóðinni eru þeir, sem

hagsmuna eiga að gæta. Það eru þeir sem eiga peningana og hafa komið

ár sinni vel fyrir á sviði framleiðslu, hergagna framleiðslu það eru þeir

 

ásamt "Haukunum" svo nefndu sem sjá fjandmenn í öllum hornum og ætla

sér að hagnast á öllu saman.

Það sem ég nú segi um þetta stríðsóða lið sem raunverulega stjórnar í USA

og hefur ávallt gert kemur best í ljós, að í dag hefur hernaðarleg staða þeir

í USA og "varnarbandalagið" NATO aldrei verið sterkara og komið sér

víðar fyrir sem aldrei fyrr.

Það mikið, að Rússar telja sér ógnað og afleiðingin verður

nýtt

vígbúnaðarkapphlaup, en það er nákvæmlega það, sem vopna

framleiðendur og þeir sem raunverulega stjórna í USA óska sér heitast.

 

   

 


mbl.is Obama sigraði í þremur ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Þetta eru óneitanlega mikilvægar kosningar fyrir heim allan.

Ágætt að Rudolph sé genginn út úr þessu. Sá hinn sami og hótaði að skrúfa fyrir alla fjárveitingu til Brooklyn listasafnsins vegna þess að þar var sýnt málverk af Maríu Mey sem blökkukonu.  Í ljósi þess væri kraftaverk ef blökkumaður yrði kjörinn forsetaefni og hvað þá forseti. En fyrir mitt leyti er Obama vænlegasti kosturinn í embættið, þ.e. miðað við þá mynd sem er gefin af honum út á við, málefni og trúverðugleiki.

Ég hef þó haft óljósan grun um að fjölmiðlar geri mikið úr möguleikum hans einfaldlega til að halda  neytendum fjölmiðla í spennu þannig að við fylgjumst með.

Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér.

Ransu, 11.2.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Ransu

Við þetta má svo bæta að máski er það fjölmiðlum að þakka að hann nálgist forskot Clintons, því að ef fjölmiðlar tyggja á því að Obama eigi möguleika að þá hvetur það fólk til að kjósa hann enn frekar.

Ransu, 11.2.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband