APINN OG ARFGENGIÐ.

%C3%9Eorsteinn_V%C3%ADglundsson



Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri og kennari. Einn af stofnendum Sparisjóðs Vestmannaeyja og til margra ára Sparisjóðsstjóri hans.

Þorstein þekktu flestir hér í Eyjum,  sem nú eru komnir á miðjan aldur.

Það er ekki ætlan mín í þetta sinn að fjalla um Þorstein, en óhætt er að segja það um hann, að þar fór valmenni mikið til orðs og æðis.

Sú grein sem ég ætla að birta hér eftir Þorstein var skrifuð fyrir 35 árum síðan og sýnir mikla víðsýni og réttlætiskennd og að mínu mati  flokkast þessi grein í dag sem femínismi hjá Þorsteini.

En ég er alveg viss um að ég hefi góðfúslegt leyfi hans til birtingar á skoðunum hans  sem gætu hafa verið skrifaðar í gær og falla vel inn í þá umræðu sem verið hefur um stöðu  eða stöðuleysi konunnar í okkar þjóðfélagi.


Apinn og arfgengið:     Maðurinn er kominn af öpum, kenndi hinn heimsfrægi Darwin og færði að þeirri kenningu ýmis líffræðileg rök.

Við erum stödd í dýragarðinum í Kaupmannahöfn.  Ég virði fyrir mér "apahjón" innan við járngrindur.  Gestur kemur aðvífandi. Hann treður appelsínu inn milli járngrindanna. Hún féll í skaut karlapans.

Hann virðist þjálfaður í þeirri list að kryfja appelsínur til mergjar, gera sér hana að góðu.  Hann sígur úr henni vökvann og fleygir síðan ræksninu til "konunnar sinnar", sem reynir að njóta leifanna eftir föngum.


Mér  verður þetta fyrirbæri að íhugunarefni.

Það erum við, tvífættu karldýrin, sem í rauninni stjórnum veröldinni.  Hvað veldur öllum hörmungunum í þeim stjórnarleik ? - Sérgæskan, eigingirnin, ágirndin og ofbeldishneigðin eru undirrætur allra styrjalda, hryðjuverka og hörmunga, sem yfir mennina dynja á þessari jörð.

Eiginleikar karlapans í dýragarðinum koma þar berlega í ljós, aðeins í margfalt ríkara mæli, ferlegra sjónarspils, sökum meira vits, meiri tækni til hryðjuverka, manndrápa og gjöreyðingar.


Hvað um eiginkonuna, sem verður að gera sér gott af leifunum, þiggja hratið úr lífsberjunum, safalaust hratið úr appelsínu tilverunnar, börkinn af ávexti lífsins ?

Eigum við að litast um í kringum okkur ?  Smáa myndin getur orðið stór með tæknilegum brögðum. Er ekki heimili eilítil mynd af sjálfu þjóðfélaginu okkar ?  Hversu margt  heimilið fer ekki í rúst og hjónabandið út um þúfur sökum eigingirni og sjálfselsku heimilisföðurins ?  Hvað er t.d. drykkjuskapur hans upprunalega annað en eigingirni og fíkn til þess að fullnægja eigin hvötum, sjúga appelsínuna til síðasta dropa á kostnað lífshamingju konu og barna ?

Finnum við ekki þarna apaeðlið í undirrótunum ? Og apinn þessi er jafnan blindur í sjálfs sín sök rétt eins og karlapinn í dýragarðinum.

Og hér ber jafnan mikið á milli um arfgengi og eðli konu og karls.  Ríkasti þátturinn í sálarlífi konunnar yfirleitt er fórnarviljinn. Því fer sem fer um margt hjónabandið t.d. nú á tímum, þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið frelsi og víðsýni.

Ég sá með athygli leikritið "Hitabylgju eftir Ted Willis.

Verkalýðsforinginn, sem þykist berjast fyrir jafnrétti og auknu frelsi verkalýðsins gegn misrétti og kúgun, fylgir rækilega fram apaeðli sínu og arfgengi, þegar heim kemur.  Þar beitir hann konuna ofbeldi og kúgun.  Hann sígur safann úr ávextinum, nýtur þess að vera til og hljóta heiður fyrir verkalýðsbaráttu sína, vonar til frægðar og frama.

En hún reynir að gera sér að góðu "leifarnar" þar til hún gefst upp, gefur allt frá sér. - Arfgengi apaeðlisins afréð henni leifarnar.  Þeirra átti hún að njóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara mjög góð og gild speki enn þann dag í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Satt og rétt hjá þér Ásthildur.

Þorkell Sigurjónsson, 25.2.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorkell, þetta er góð grein og á örugglega við daginn í dag þó ýmislegt hafi nú lagast síðustu ár. Ég hef gaman af því að grúska í gömlum blöðum og bókum um lifið og tilveruna hér á árum áður og þá  sérstaklega í Vestmannaeyjum. Þegar maður les þessar bækur og blöð kemst maður að því að sagan snýst um karla og aftur karla, það er eins og konur hafi ekki gert neitt merkilegt eða markvert sem tekur því að skrá á blað. Þetta þekkir þú örugglega vel Þorkell minn, ég sé það á blogginu þínu að þú ert sama sinnis og ég, hefur gaman af að glugga í þessu gamla.  Það er bara smá galli við þetta og það er það að þetta tekur mikinn tíma og maður getur ekki hætt

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.2.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Maður fer nú að komast á þann aldur Sigmar minn að geta sinnt ýmislegu grúski, sem eins og þú hefi ég gaman af öllu slíku og er hið besta mál.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 26.2.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 249688

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband