HVÍTT OG SVART í EYJUM.

453810A


Jæja, út komst ég og notaði potthlemm til að moka mig út úr íbúðinni.

Það snjóar ekki mikið sem betur fer eins og er, en það er glórulaust

snjófjúk,

og snjórinn víða orðinn meir en mannhæðarhár.

Ég er orðinn 65 ára og man ekki eftir svona miklum snjó og

slæmu tíðarfari eins og búið er að vera í vetur. Þeir fyrir Norðan

brosa sjálfsagt af okkur Eyjamönnum hvað okkur er mikið niðri fyrir,

þótt aðeins snjói.

Sonur minn var að koma hér inn úr dyrunum, en hann var að koma með

Herjólfi.  Björgunarsveitar bílarnir sem áttu að flytja fólk heim frá Herjólfi

þeir komu ekki.  Sonurinn er búinn að vera klukkutíma að berjast í

að komast þá leið við illan leik, sem tekur c.a. 10 mínútur að ganga.

img135 


Til gamans og upplyftingar fyrir mig og vonandi alla aðra þá set ég hér

inn mynd af honum föður mínum, honum Sjonna bílstjóra þegar

yfirvöld höfðu lýst yfir að gosi í Eyjum væri lokið 1973.

Dagblaðaljósmyndari tók þessa mynd og þessi texti fylgdi:


Vorverk í Eyjum.

Á vorin má sjá fjölskyldufeðurna taka til hendinni í húsagörðum um allt land. það fylgir vorinu að fölir skrifstofuþrælar og aðrir þrælar henda frá sér vinnugallanum og klæðast einhverju þægilegu í garðvinnunni.

Þetta gerist einnig úti í Vestmannaeyjum eins og annars staðar á landinu.  Hér má sjá hann  Sjonna bílstjóra, Sigurjón Sigurðsson á Vallargötunni  þar sem hann er að hreinsa garðinn í gær

Það verður fróðlegt að sjá, hvort að hríslurnar laufgast á næstunni, en gras hefur komið grænt undan öskunni.

 

 


mbl.is Vont veður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Blessaður Keli minn, þetta er nú meiri ótíðin á Islandinu..... heyrist veðrið nú vera ívið verra hjá ykkur i dag... Vildi svona bara senda kvitt og kveðju til þín og þinna,

Guðbjörg fyrrverandi samstarfskona

G Antonia, 2.3.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð mín kæra Guðbjörg. Sé að, þú ert nýlega komin á blogg Moggans óska ég þér til hamingju með það.  Vonandi verðum við í góðu sambandi Guðbjörg hér í gegn um bloggið,  enda eins og þú sérð orðinir  bloggvinir. Kær kveðja til þín og fjölskyldu.

Þorkell Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn maður var í eyjum 1968. hann var sjómaður þá, og hann sagði að hann hefði öslað snjóin í mitti niður á bryggju, og verið aðframkomin af þreytu.  Þegar þeir komu í land var allt horfið.  En þá var logn allan tímann, eftir því sem hann sagði.  Þegar snjórinn berst svona til í roki, þá verður hann fastari í sér, tala nú ekki um ef það gerir smáhláku og frystir aftur.  Þá verður hann mikið lengur.  en vonandi fer hann sem fyrst kæru Vestmannaeyingar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Sæll Keli!

Pabbi notaði ofnskúffuna því skóflan var að sjálfsögðu útí bílskúr. kv.

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 3.3.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sælar dömur mínar. Hallgerður sjáðu til það eru 40 ár síðan ég var 25 ára finnst þér undur að eitthvað fyrnist á þessum tíma. Sjáðu til væna mín Elli kerling vinnur sitt verk.  Eins er með það, að ég man ekki hver það var sem glímdi við Elli kerlingu og féll á annað knéð samt ekki til að biðja hennar. Svona gerist þetta bara Hallgerður mín .

Já Ásthildur mín við verðum að vona hið besta, en ég er svolítið kvíðinn þar sem minn vinnustaður er margra bala hús eins og sagt er, ef mikil hlánun verðu á skömmum tíma.

Sæl og blessuð Hjördís. Allt er hey í harðindum eins og mátækið segir. Kveðja til ykkar allra.

Þorkell Sigurjónsson, 3.3.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband