HETJAN SEM ALDREI GLEYMIST.

5a775e1d1a1a9df03cd66554fd3862c8_mynd_310


Sunnudaginn 11. mars 1984 fórst vélbáturinn Hellisey VE 503.

Þá var báturinn suður af Vestmannaeyjum um það bil

3 sjómílur ( 5,7 km ) frá landi.

Hellisey festi veiðarfæri sín í botni og við það hvolfdi bátnum.

Tveir skipverjar fórust strax með bátnum, en þrír komust á kjöl hans.

Á kili báðust þeir fyrir og stuttu seinna sökk báturinn í djúpið.

Frost var og sjávarhiti 6* á celsíus sjólag ekki gott.

Guðlaugur sem var tuttugu og þriggja ára gamall byrjaði ásamt tveimur

félögum sínum að synda í áttina til lands.

Fljótlega var hann orðinn einn.

Múkkinn besti vinur sjómannsins fylgdi honum alla leið og bað

Guðlaugur hann að fljúga til lands og segja frá neyð sinni.


Stjarna sem skein þessa örlagaríku nótt Guðlaugi til hughreystingar

hvarf aldrei af festingunni, þótt skýjað væri.

Á sundi var Guðlaugur í 6 klukkustundir. 

Þegar hann ætlaði að ná landi var sjólag það slæmt að hann hvarf frá,

en reyndi aftur og þá heppnaðist landtakan hjá honum.

En raunum hans var þar með ekki lokið, því nú tók við óblítt grjót og urð.

Berfættur klöngraðist hann yfir hraunið til byggða, sem er nálægt 3 km.

Á leið sinni hitti hann á baðkar sem notast til brynningar á fé. Vatnið

sem í karinu var var frosið og þurfti Guðlaugur að beita ýtrustu kröftum

til að brjóta ísinn og ná til að svala miklum þorsta sínum.

Klukkan sjö að morgni 12. mars, níu klukkustundum eftir að Hellisey sökk

var Guðlaugur fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum illa skorinn á báðum fótum.

En drengurinn hresstist furðu fljótt þrátt fyrir mikla mannraun.

Enginn skilur það enn í dag hverskonar heljarmenni maðurinn er

á sál og líkama.


Guðlaugur Friðþjófsson gekkst undir margskonar rannsóknir bæði innan

 lands og utan og það sem menn komust helst að,  var að hann var álíka

vel varinn líkamlega og selurinn, en hvaðan sálarþrekið kom

veit Guðlaugur einn og Guð.

 

 


 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúleg hetja þessi maður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð Birna mín. Gaman að fá innlit frá þér. Þú segir satt í því, hann Laugi er frábær drengur. Kveðja.  

Þorkell Sigurjónsson, 13.3.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 250693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband