ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ ?

ac8925c6e13b12257f97430d9e7f6619_AAC012

Maggi Kristins. ljósm. Sigurgeir.


Það sem mér varð á að hugsa, eftir lestur greinarinnar hans Magga;

"Er þetta ekki nokkuð seint í rassinn gripið,"

að ætla núna á þessum tíma punkti að snúa við ?

Ég vil samt taka það strax fram, að ég er innilega sammála öllu,

sem í greininni kemur fram og fyrirsögn hennar,

"Ströndum ekki í Bakkafjöru," 

segir raunverulega allt sem segja þarf.

Það fer ekki milli mála, þegar til framtíðar er litið, að höfn við Bakkafjöru

er sú vanhugsaðasta ákvörðun sem lengi hefur verið tekin og 

ráðamenn hér í Eyjum hafa verið teymdir á asna eyrunum í málinu.

Það er með ólíkindum að verða vitni að því undanfarna mánuði,

þegar íbúar Eyjanna hafa reynt að koma skilaboðum til bæjarstjórnar um

ranga stefnu í samgöngumálum þ.e.a.s. byggingu hafnar í Bakkafjöru,

þá skuli það ávallt vera hundsað, þrátt fyrir skoðanakönnun,

sem bent hefur til, að helmingur Eyjamanna er andvígur Bakkafjöruhöfn.

Þessu til viðbótar má minna á öll greinarskrifin hans Georgs Arnarsonar,

þar sem hann reyndur sjómaður álítur það hið versta mál bygging

Bakkafjöruhafnar.

Ég hefi meira álit á viðvörunum og rökunum hans Gogga gegn Bakkafjöru og

hann hafi meira vit á þessum málum í litla fingri sínum, en pennanagarar,

þingmenn og ráðherrar sem ákveðið hafa endanlega gerð hafnar

á Bakka fjöru.

 

 


En að lokum hvet ég Vestmannaeyinga til að lesa greinina hans

Magnúsar Kristinssonar, "Ströndum ekki í Bakkafjöru".

 



mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það er ótrúlegt hvað ruglið um Bakkafjöru er búið að standa lengi. Trúlega vegna en vitlausari tillögu um göng. Ég átti ekki von á að verða sammála Magnúsi Kristinssyni, en það er ég svo sannarlega núna. Ég á ættir að rekja til Landeyja og Eyjafjalla og hef oft rætt þetta við frænda minn gamlan togarajaxl, stýrimann og skipstjóra, hans tillögur hafa verið mjög í ætt við tillögur Magnúsar.

Rúnar Sveinbjörnsson, 28.3.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 249606

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband