FYRSTI GEIMFARI SÖGUNNAR.

 

Þennan dag 12. apríl 1961,eða fyrir nákvæmlega 47 árum síðan

var skrifari síðunnar að vinna í Ísfélagi Vestmannaeyja

við frystingu, í "tækjunum" eins og við sögðum gjarnan.

img158

Þrátt fyrir að mikið væri að gera og hávertíð í gangi gáfu menn

 sér tíma

 til að fylgjast með fréttum úr útvarpinu af áhuga,

því þennan dag, 12. apríl 1961 skutu Sovétmenn fyrsta mannaða

geimfarinu á loft.


img157


Geimfarinn hét Júríj Gagarín og

var geimfarinu skotið frá Kazakhstan og bar nafnið

Vostok I.

Geimfarið fór tíu hringi umhverfis jörðina og tók ein ferð 108 mínútur.

Lengst fór geimfarið 327 km. frá jörðu og hraðast 28096 km á kl.st.

Allt fór vel og lenti geimfarið nálægt þorpinu Smelovka.


Þrátt fyrir að langt sé um liðið er mér í fersku minni athyglin

og um leið sú spenna, sem var hér á Íslandi og í blöðum

svo og tali manna eftir því hvort menn voru hægra eða vinstra megin í

pólitíkinni.

En á þessum tíma punkti voru Sovétmenn fetinu á undan

Bandaríkjamönnum, en ekki löngu seinna

átti kapphlaupið um geiminn heldur betur eftir að breytast Bandaríkjunum í

hag. 


Aðeins til gamans að minnast á það, að misjafnt höfumst við að,

mennirnir.  Ég að hamast þarna í að vírbinda frystar sjávar afurðir,

sem ætlaðar voru til útflutnings á

 Bandaríkjamarkað og á sama tíma Gagarín í sínu geimskipi

svífandi umhverfis jörðina.

Allavega var það eitt,  aðrir segja kannski tvö

atriði, sem við Gagarín áttum sammerkt, en það var

að vinnan og gera

hlut þjóða okkar sem mestan,  hvor á sinn hátt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það má alveg orða þettas vona Þorkell minn.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 12:13

2 identicon

Sæll félagi.

Þetta þykir mér skemmtileg upprifjun, man enda þá tíð að þögn sló á Vesturlönd, einkum USA. Rúmlega hálfum öðrum áratug eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar höfðu Sovétmenn augljóst tæknilegt forskot í heiminum, sem kallaði á endurskipulagningu á bandarísku skólakerfi, hvorki meira né minna. Hins vegar drógust þeir fljótlega aftur úr að því er varðar að bjóða almenningi uppá það sem hann sóttist eftir. Kom sjálfur tvívegis til Sovét og þótti merkilegt að upplifa að kaupmáttur var í góðu lagi, en vörurnar sem kaupa átti voru tímunum saman ekki til. Kom í nokkrar verslanir og hef aldrei séð annað eins skipulag. Í einni búð fékkst ostur, annarri mjólk, þriðju kartöflur en vodka í þeim öllum. Hinsvegar kostaði 5 kopeka í strætó alveg eins og 1928. Lexían sem allir geta lært (hvar sem þeir eru í pólitík) af hruninu er þessi. Miðstýring alls mannlífs er vonlaus.

Bestu kveðjur.

hágé. 

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: G Antonia

váááá hvað þú ert orðinn gamall Keli minn, ég var bara nýfædd þarna eða þannig
En takk fyrir þetta,  þú hefur nú verið fjallmyndarlegur í den, og ert enn auðvita góðar og hlýjar kveðjur inn í nýja vinnuviku *

G Antonia, 13.4.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Það hefur nú verið slett úr klaufunum í landlegum á þessum tíma Keli.Þorvaldur Gilfason klikkaði aldeilis ekki í Silfrinu í dag,það á að láta hann taka við þessu,hann mun koma okkur þar sem við eigum heima það er að seija í ESB.kv

þorvaldur Hermannsson, 14.4.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband